Körfubolti | FRÉTTIR

28.04 2017

Falur Harðarson nýr þjálfari í mfl karla í körfu

Í dag var skrifað undir samning við Fal J Harðarson um þjálfun á meistaraflokki karla í körfuknattleik til ársins 2019.

Falur tekur við keflinu af Hjalta Þ Vilhjálmssyni sem hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár.

Það þarf vart að kynna hann fyrir körfuboltaáhugafólki en hann var í fremstu röð íslenskra leikmanna um árabil með Keflavík og hefur verið þjálfari hjá Keflavík til margra ára.

Við bjóðum hann velkomin til starfa.

Á myndinni eru Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnir, Falur Harðarson nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla og Guðlaug Björk Karlsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fjölnis.

 

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis vill þakka Hjalta fyrir hans störf í þágu félagsins.

Hjalti hefur verið máttarstólpi Körfuknattleiksdeildar Fjölnis í hátt í tvo áratugi, allt frá því að vera leikmaður, yngri flokka þjálfari og þjálfari meistaraflokks karla.

Samhliða þjálfunarstörfum fyrir Fjölni hefur Hjalti unnið að ýmsum verkefnum fyrir deildina af mikilli kostgæfni og fórnfýsi.

Við óskum Hjalta velfarnaðar á nýrri vegferð.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.