Tvíframlengt og oddaleikur
Það verða tveir oddaleikir sem munu skera úr um hvaða lið mætast í einvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik næsta vetur, en bæði Breiðablik og Fjölnir jöfnuðu einvígi sín í undanúrslitunum í kvöld.
Lokaleikurinn í þessu einvígi verður í Dalhúsum kl. 17:00 á morgun laugardag - nú troðfyllum við húsið.
Það var gríðarleg spenna í Hveragerði þegar Fjölnir heimsótti Hamar með bakið upp við vegg. Staðan í hálfleik var 49:45 fyrir Fjölni, en jafnræðið hélt áfram eftir hlé. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan hins vegar hnífjöfn, 98:98, og því þurfti að framlengja.
Ekki dugði það heldur til, því eftir framlengingu var staðan enn jöfn, 105:105, og aftur þurfti að framlengja. Þar var spennan ekki minni en að lokum var það Fjölnir sem marði sigurinn, 116:114.
Róbert Sigurðsson fór á kostum hjá Fjölni, en hann skoraði 43 stig, en bæði Collin Anthony Pryor og Egill Egilsson náðu í tvennu. Hjá Hamri náði Christopher Woods tröllatvennu með 44 stig og 26 fráköst.
Hamar - Fjölnir 114:116
Hveragerði, 1. deild karla, 23. mars 2017.
Gangur leiksins:: 2:7, 10:16, 12:23, 20:30, 28:37, 37:40, 41:44, 45:49, 49:59, 51:65, 61:70, 65:80, 75:85, 78:89, 83:93, 98:98, 100:100, 105:105, 112:110, 114:116.
Hamar : Christopher Woods 44/26 fráköst/4 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 32/5 fráköst, Örn Sigurðarson 12, Hilmar Pétursson 8, Snorri Þorvaldsson 7/6 fráköst, Oddur Ólafsson 5/6 fráköst, Smári Hrafnsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2/4 fráköst/7 stoðsendingar.
Fráköst: 42 í vörn, 9 í sókn.
Fjölnir: Róbert Sigurðsson 43/5 fráköst/8 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 25/19 fráköst/3 varin skot, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 17, Garðar Sveinbjörnsson 14/8 fráköst, Egill Egilsson 10/10 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5/4 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 2.
Fráköst: 38 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.
mbl.is
Mynd. mbl.is/Guðmundur Karl