Körfubolti | FRÉTTIR

24.03 2017

Tvíframlengt og oddaleikur

Það verða tveir odda­leik­ir sem munu skera úr um hvaða lið mæt­ast í ein­víg­inu um sæti í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik næsta vet­ur, en bæði Breiðablik og Fjöln­ir jöfnuðu ein­vígi sín í undanúr­slit­un­um í kvöld.

Lokaleikurinn í þessu einvígi verður í Dalhúsum kl. 17:00 á morgun laugardag - nú troðfyllum við  húsið.​

Það var gríðarleg spenna í Hvera­gerði þegar Fjöln­ir heim­sótti Ham­ar með bakið upp við vegg. Staðan í hálfleik var 49:45 fyr­ir Fjölni, en jafn­ræðið hélt áfram eft­ir hlé. Þegar venju­leg­um leiktíma var lokið var staðan hins veg­ar hníf­jöfn, 98:98, og því þurfti að fram­lengja.

Ekki dugði það held­ur til, því eft­ir fram­leng­ingu var staðan enn jöfn, 105:105, og aft­ur þurfti að fram­lengja. Þar var spenn­an ekki minni en að lok­um var það Fjöln­ir sem marði sig­ur­inn, 116:114.

Ró­bert Sig­urðsson fór á kost­um hjá Fjölni, en hann skoraði 43 stig, en bæði Coll­in Ant­hony Pryor og Eg­ill Eg­ils­son náðu í tvennu. Hjá Hamri náði Christoph­er Woods tröllatvennu með 44 stig og 26 frá­köst.

Ham­ar - Fjöln­ir 114:116

Hvera­gerði, 1. deild karla, 23. mars 2017.

Gang­ur leiks­ins:: 2:7, 10:16, 12:23, 20:30, 28:37, 37:40, 41:44, 45:49, 49:59, 51:65, 61:70, 65:80, 75:85, 78:89, 83:93, 98:98, 100:100, 105:105, 112:110, 114:116.

Ham­ar : Christoph­er Woods 44/​26 frá­köst/​4 var­in skot, Er­lend­ur Ágúst Stef­áns­son 32/​5 frá­köst, Örn Sig­urðar­son 12, Hilm­ar Pét­urs­son 8, Snorri Þor­valds­son 7/​6 frá­köst, Odd­ur Ólafs­son 5/​6 frá­köst, Smári Hrafns­son 4, Rún­ar Ingi Erl­ings­son 2/​4 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar.

Frá­köst: 42 í vörn, 9 í sókn.

Fjöln­ir: Ró­bert Sig­urðsson 43/​5 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Coll­in Ant­hony Pryor 25/​19 frá­köst/​3 var­in skot, Hreiðar Bjarki Vil­hjálms­son 17, Garðar Svein­björns­son 14/​8 frá­köst, Eg­ill Eg­ils­son 10/​10 frá­köst, Bergþór Ægir Rík­h­arðsson 5/​4 frá­köst, Þor­steinn Gunn­laugs­son 2.

Frá­köst: 38 í vörn, 9 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Eggert Þór Aðal­steins­son, Jó­hann­es Páll Friðriks­son.

mbl.is

Mynd. mbl.is/Guðmundur Karl

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.