Körfubolti | FRÉTTIR

12.05 2017

Tvö gull og tvö silfur í yngriflokkum.

Yngri flokka starfið í körfunni hefur blómstrað í vetur og uppskeran komin í hús, 2 Íslandsmeistaratitlar og 2 silfurverðlaun á Íslandsmótinu.

  
7.flokkur drengja undir stjórn Hjalta Þórs urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, en þeir voru taplausir á Íslandsmótinu í vetur og eru auk þess Reykjavíkurmeistarar.  
MB 11 ára drengja undir stjórn  Birgis Guðfinnssonar urðu Íslandsmeistarar.  Þeir unnu 9 leiki af 10 sem töldu til úrslita í vetur og unnu sigur í 5 af 5 leikjum úrslitahelgarinnar.  
8.flokkur karla undir stjórn Hjalta Þórs vann til silfurverðlauna en þeir unnu 3 leiki af 4 á lokamótinu, eftir spennandi úrslitahelgi á Flúðum.
9.flokkur karla undir stjórn Halldórs Steingrímssonar vann silfur, eftir hörku úrslitaleik gegn KR þar sem Fjölnir leiddi allan leikinn.  KR sigraði leikinn með 4 stigum af vítalínunni þegar innan við 10 sekúndur voru eftir af leiknum.  Lokatölur 68-69 fyrir KR.  Drengjaflokkur undir stjórn Sævaldar Bjarnasonar komst í undanúrslit og endaði í 3.sæti, jafnt KR að stigum sem náði 2.sætinu.

Aðrir yngri flokkar stóðu sig einnig með prýði og greinilegar framfarir hjá flestum flokkum stúlkna og drengja.  Framtíðin er sannarlega björt í körfunni hjá Fjölni.

Fjölnir hélt úrslitahelgi fyrir KKÍ þar sem keppt var um Íslandsmeistaratitla í fjórum flokkum, helgina 5-7.maí.   Íslandsmeistaratitla hlutu:  9.flokkur drengja: KR.   9.flokkur stúlkna: Keflavík.  Drengjaflokkur: Haukar.  Unglingaflokkur kvenna: Keflavík. 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis þakkar öllum aðstoðina sem að mótinu komu, en án þessara sjálfboðaliða, foreldra, iðkenda og annarra velunnara körfunnar væri ógerlegt að halda uppi svo öflugu starfi og raun ber vitni.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.