Knattspyrna | FRÉTTIR

Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 23. mars

Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 23. mars í veislusalnum Veislusmára (Sporhömrum 3, 112 Reykjavík) Frábær dagskrá:

  • Veislustjóri Maggi Hödd
  • Ræðumaður kvöldsins
  • Karen Björg uppistandari úr hópnum Bara Góðar
  • Bragðgóðar veitingar
  • Vörukynning frá Blush
  • Happdrætti og margt fleira!
  Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 Hægt er að kaupa bæði staka miða og heil borð (8 manna borð). ATH miðasala fer mjög vel af stað og því mikilvægt að klára miðkaup sem fyrst. Svona…
17.02 2019 | Knattspyrna LESA MEIRA

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni.  Frábær dagskrá allt kvöldið: -Ari Eldjárn verður með uppistand. -Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins. -Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki. -Happdrætti og margt fleira. -Maggi Hödd stýrir veislunni. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar). Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is #FélagiðOkkar

17.02 2019 | Knattspyrna LESA MEIRA

Könnun varðandi Pepsi-deildina

Kæri félagsmaður Fjölnis,   Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að ráðast í rannsókn á upplifun áhorfenda Pepsi-deildar karla og kvenna. Kannað verður hvað gengur vel og hvað megi betur fara til að komast að því hvernig megi bæta upplifun áhorfenda.   Könnunin er nafnlaus og svör verða ekki rakin til einstaklinga. Þátttaka tekur um 5-7 mínútur.   Í könnuninni er farið með öll svör sem trúnaðarmál. Zenter rannsóknir sér um alla gagnavinnslu og tryggir að aldrei sé hægt að rekja svör…

22.01 2019 | Knattspyrna LESA MEIRA

Getraunakaffið hefst aftur!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna laugardaginn 12. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 11. maí á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll. Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í…

09.01 2019 | Knattspyrna LESA MEIRA

Samningur við Hummel endurnýjaður

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel hafa endurnýjað samstarf til næstu fjögurra ára.  Fjölnir mun því spila áfram í Hummel búningum til a.m.k. ársins 2022. Samstarfið við Hummel hefur verið farsælt í gegnum árin og hefur þjónustan hjá Hummel sífellt verið að aukast. Nú nýlega opnuðu forsvarsmenn Hummel á Íslandi verslunina Sport 24 í Sundaborg 1 og þar er nú komin stórglæsileg alhliða íþróttavöruverslun. Samhliða þessari fjögurra ára framlengingu á Hummel samningnum þá gerist Sport 24 myndarlegur styrktaraðili knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára.…

26.11 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Þorrablót Grafarvogs 26. janúar - Miðasala hafin!

Nú er komið að því. Stórkostlegasta þorrablót frá upphafi. Haldið 26. janúar 2019 í Dalhúsum. Í fyrra varð strax uppselt svo verið fljót að tryggja ykkur miða! Miðapantanir á thorrablot@fjolnir.is Vinsamlega athugið að aðeins eru seld heil borð. 12 manns á borði.

18.10 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Happdrætti vinningsmiðar frá Haustfagnaðinum

Vinningsnúmerin í happdrættinu á Haustfagnaði Grafarvogs má sjá á meðfylgjandi mynd. Vinningshafar geta sótt vinningana á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll til 15. nóvember. Munið eftir miðanum. Takk fyrir að taka þátt og takk fyrir stuðninginn. Áfram Fjölnir! #FélagiðOkkar

16.10 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Haustfagnaður Grafarvogs 13. október

[Uppfært] Yfir 200 miðar seldir í matinn og ball eftir á! Hægt að panta miða á frida@fjolnir.is Fjölmennnum, skemmtum okkar saman og styðjum #FélagiðOkkar https://www.facebook.com/ungmennafelagidfjolnir/posts/10156467755861327 Haustfagnaður Grafarvogs verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 13. október. Haustfagnaðurinn kemur í stað Herra- og Konukvöldsins eða sameinar þau öllu heldur. Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Skítamórall spilar fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af! Á matseðlinum verður glóðarsteikt lambalæri, smjörlegið kalkúnaskip, kartöflur,…

05.10 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll. Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit…

05.09 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sérstök 30 ára afmælistreyja til sölu

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins. Treyjan er fáanleg í öllum stærðum - einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla. Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju. Verð:…

27.07 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.