Knattspyrna | FRÉTTIR

Stuðningsmannakvöld Fjölnis 18. apríl

Stuðningsmannakvöld Fjölnis verður haldið á Gullöldinni þann 18. apríl - en sumardagurinn fyrsti er daginn eftir. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hafi aldrei verið meiri fyrir knattspyrnusumrinu í Grafarvogi en það er gríðarlegur meðbyr með Fjölni þessi misserin. Bæði liðin okkar eru stútfull af uppöldum leikmönnum, þjálfurum og jafnvel liðstjórum þannig að það er mikil stemning í kringum liðin sem við ætlum að taka með inn í sumarið.  Dagskrá hefst kl. 19:45.  Dagskrá kvöldsins: -Páll Árnason þjálfari meistaraflokks kvenna og…

02.04 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stærsta getraunakaffi á Íslandi!

Taktu þátt í STÆRSTA getraunakaffi landsins (sem hefur slegið gjörsamlega í gegn) hjá Fjölni. Við ætlum að bæta Íslandsmetið í þáttöku og því eru ALLIR VELKOMNIR og EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD! Hvar: Félagsrými Fjölnis í Egilshöll Hvenær: Laugardaga milli kl. 10 og 12 Leikurinn er sáraeinfaldur en tveir eru saman í liði og giska á úrslit 13 leikja í enska boltanum. Þetta verður 7 vikna hópleikur þar sem 6 bestu vikurnar gilda (frí er um páskahelgina). Reglurnar í leiknum má finna hér:

22.03 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Árskort knattspyrnudeildar komin í sölu

58 dagar í fyrsta leik í Pepsi deildinni Heimaleikjakortin eru komin í sölu í nýrri vefverslun Fjölnis. Hægt er að ganga frá kaupum hér. Tvenns konar heimaleikjakort verða í boði. Annars vegar Árskort á 15.000 kr. og hins vegar Gullkort á 25.000 kr. Sjá nánari lýsingu hvað er innifalið í hvoru korti fyrir sig á myndum og í vefverslun. Kortin munu að sjálfsögðu gilda á alla heimaleiki bæði karla og kvenna í Íslandsmóti eða samtals 20 heimaleiki. En hér með tilkynnum við með…

01.03 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis

Dregið verður 20. apríl 2018 og eingöngu úr seldum miðum. Upplýsingar um vinningshafa verður hægt á nálgast hér á heimasíðu Fjölnis. Hægt er að kaupa happdrættismiða með því að smella hér.

24.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hverfisbúðin í samstarf

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hverfisbúðin í Hverafold gera með sér samstarfssamning. Það er ánægjuefni að sífellt fleiri fyrirtæki og aðrir styrktaraðilar sjá hag sinn í því að leggja nafn sitt við félagið og þar með styrkja með beinum hætti við besta forvarnarstarf í landinu sem völ er á, íþróttir.   Við kunnum okkar styrktaraðilum bestu þakkir, án þeirra er ómögulegt að halda úti svona miklu og öflugu starfi eins og raun ber vitni.   Styrkurinn frá Hverfisbúðinni skiptist jafnt milli karla…

23.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bergsveinn og Guðmundur Karl komnir heim

Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson eru gengnir til liðs við Fjölni á nýjan leik frá FH. Þeir skrifuðu báðir undir samninga í Grafarvogi nú rétt í þessu. Guðmundur gerði tveggja ára samning og Bergsveinn þriggja ára.  Hinn 25 ára gamli Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis áður en hann fór til FH fyrir sumarið 2016. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH 2016 og í fyrra skoraði hann eitt mark í nítján leikjum í Pepsi-deildinni.  Bergsveinn hefur ekki verið ofarlega í röðinni eftir…

08.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurmeistarar 2018

Fjölnir 3 - 2 Fylkir  1-0 Þórir Guðjónsson ('10)  1-1 Albert Brynjar Ingason ('40)  1-2 Albert Brynjar Ingason ('52)  2-2 Þórir Guðjónsson ('68)  3-2 Þórir Guðjónsson ('80)  Fjölnir og Fylkir mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu og ljóst var að bæði lið voru mætt í Egilshöllina til að sækja sér sigur.  Það var gífurlegur hraði í leiknum og aragrúi af dauðafærum sem fóru forgörðum á báða bóga.  Fjölnismenn byrjuðu betur og skoraði Þórir Guðjónsson snemma leiks eftir atgang í vítateig Fylkismanna…

05.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Getraunakaffi með Guðna Bergssyni

Getraunakaffi Fjölnis á laugardaginn milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll. Allir velkomnir!  Við ætlum að bjóða til sannkallaðrar veislu núna laugardaginn 3.febrúar! Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun heiðra okkur með nærveru sinni og halda stutt erindi í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis í Getraunakaffinu kl. 11:00. Þetta er eitthvað sem enginn vill missa af. Frábærar veitingar í boði; sérstök Fjölnis-afmæliskaka frá Myllunni, gos, kaffi, mjólk, kristall og auðvitað snúðar og vínarbrauð frá Bakarameistaranum.  Nánari upplýsingar um Getraunakaffið má finna hér og Facebook-grúbbu

01.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íris Ósk Valmundsdóttir framlengir við Fjölni

Íris Ósk Valmundsdóttir framlengdi nýverið samningi sínum út tímabilið 2019. Þetta eru vitanlega mjög góðar fréttir, en Íris er fyrirliði meistaraflokks kvenna og var m.a. valin íþróttakona knattspyrnudeildar Fjölnis 2017 núna um áramótin. Knattspyrnudeild Fjölnis óskar henni að sjálfsögðu til hamingju og við hlökkum til að fylgjast með henni sem og liðinu í sumar. Þessi undirskrift var að auðvitað einnig tilkynnt á Instagram og Twitter síðum knattspyrnudeildarinnar. Myndin hér til hliðar var tekin við undirskriftina.

30.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Mist Þorðmóðsdóttir gengur til liðs við Fjölni

Kemur til okkar frá KR Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að nýjasti leikmaður meistaraflokks kvenna er Mist Þormóðsdóttir Grönvold. Nýverið skrifaði leikmaðurinn undir samning við félagið okkar sem gildir út tímabilið 2019.

Mist, sem er fædd árið 1999, er öflugur miðvörður og á að baki samtals 31 leik í efstu deild en síðustu tvö tímabil lék hún með KR í Pepsi-deildinni.

Þá á hún einnig að baki 7 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 2 leiki…

24.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.