Knattspyrna | FRÉTTIR

Happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis

Dregið verður 20. apríl 2018 og eingöngu úr seldum miðum. Upplýsingar um vinningshafa verður hægt á nálgast hér á heimasíðu Fjölnis. Hægt er að kaupa happdrættismiða með því að smella hér.

21.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Bergsveinn og Guðmundur Karl komnir heim

Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson eru gengnir til liðs við Fjölni á nýjan leik frá FH. Þeir skrifuðu báðir undir samninga í Grafarvogi nú rétt í þessu. Guðmundur gerði tveggja ára samning og Bergsveinn þriggja ára.  Hinn 25 ára gamli Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis áður en hann fór til FH fyrir sumarið 2016. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH 2016 og í fyrra skoraði hann eitt mark í nítján leikjum í Pepsi-deildinni.  Bergsveinn hefur ekki verið ofarlega í röðinni eftir…

08.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurmeistarar 2018

Fjölnir 3 - 2 Fylkir  1-0 Þórir Guðjónsson ('10)  1-1 Albert Brynjar Ingason ('40)  1-2 Albert Brynjar Ingason ('52)  2-2 Þórir Guðjónsson ('68)  3-2 Þórir Guðjónsson ('80)  Fjölnir og Fylkir mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu og ljóst var að bæði lið voru mætt í Egilshöllina til að sækja sér sigur.  Það var gífurlegur hraði í leiknum og aragrúi af dauðafærum sem fóru forgörðum á báða bóga.  Fjölnismenn byrjuðu betur og skoraði Þórir Guðjónsson snemma leiks eftir atgang í vítateig Fylkismanna…

05.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Getraunakaffi með Guðna Bergssyni

Getraunakaffi Fjölnis á laugardaginn milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll. Allir velkomnir!  Við ætlum að bjóða til sannkallaðrar veislu núna laugardaginn 3.febrúar! Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun heiðra okkur með nærveru sinni og halda stutt erindi í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis í Getraunakaffinu kl. 11:00. Þetta er eitthvað sem enginn vill missa af. Frábærar veitingar í boði; sérstök Fjölnis-afmæliskaka frá Myllunni, gos, kaffi, mjólk, kristall og auðvitað snúðar og vínarbrauð frá Bakarameistaranum.  Nánari upplýsingar um Getraunakaffið má finna hér og Facebook-grúbbu

01.02 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íris Ósk Valmundsdóttir framlengir við Fjölni

Íris Ósk Valmundsdóttir framlengdi nýverið samningi sínum út tímabilið 2019. Þetta eru vitanlega mjög góðar fréttir, en Íris er fyrirliði meistaraflokks kvenna og var m.a. valin íþróttakona knattspyrnudeildar Fjölnis 2017 núna um áramótin. Knattspyrnudeild Fjölnis óskar henni að sjálfsögðu til hamingju og við hlökkum til að fylgjast með henni sem og liðinu í sumar. Þessi undirskrift var að auðvitað einnig tilkynnt á Instagram og Twitter síðum knattspyrnudeildarinnar. Myndin hér til hliðar var tekin við undirskriftina.

30.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Mist Þorðmóðsdóttir gengur til liðs við Fjölni

Kemur til okkar frá KR Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að nýjasti leikmaður meistaraflokks kvenna er Mist Þormóðsdóttir Grönvold. Nýverið skrifaði leikmaðurinn undir samning við félagið okkar sem gildir út tímabilið 2019.

Mist, sem er fædd árið 1999, er öflugur miðvörður og á að baki samtals 31 leik í efstu deild en síðustu tvö tímabil lék hún með KR í Pepsi-deildinni.

Þá á hún einnig að baki 7 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 2 leiki…

24.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Komdu og tippaðu - 1X2 - RISA laugardagur framundan

Laugardagurinn 20. janúar nk. verður stór í Grafarvoginum! Við byrjum þessa veislu snemma með Getraunakaffinu margrómaða þar sem allir eru velkomnir í Egilshöll á milli kl. 10-12. Á slaginu kl. 11 mun Óli Palli þjálfari meistaraflokks karla halda stutta tölu um stöðu mála hjá okkar mönnum og opna fyrir spurningar. Einnig verður í boði að taka þátt í hinum geysivinsæla HÚSPOTTI en hann virkar þannig keyptur er einn stór seðill fyrir alla þá upphæð sem safnast. Vinningur er svo greiddur…

18.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Taktu þátt - Nýr Getraunaleikur hefst laugardaginn 13. janúar!

Nýr leikur! Getraunakaffið hefst núna á laugardaginn 13. janúar í Egilshöll og er á milli kl. 10-12 eins og alltaf. Allir velkomnir! Hægt að skrá sig með því að senda póst á 1x2@fjolnir.is eða með því að mæta á staðinn. Vinningarnir eru eftirfarandi: 1.sæti - 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og 1x Gullkort á völlinn (25.000 kr.). 2. sæti - 15.000 kr. gjafabréf frá Hverfisbúðinni, 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni. 3. sæti. -…

10.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Íslandsmeistarar í Futsal 2018

Vængir Júpiters urðu í dag Íslandsmeistarar í Futsal í meistaraflokki karla eftir að hafa unnið Augnablik 6 - 3 í úrslitaleik. Leikið var í Laugardalshöll. Í undanúrslitum unnu þeir sannfærandi sigur á sterku liði Víkings Ólafsvíkur. Óskum þessum Fjölnisdrengjum til hamingju með titilinn.

07.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Síðasta Getraunakaffi fyrir jól

Síðasta Getraunakaffi Fjölnis fyrir jól verður núna á laugardaginn í Egilshöll á milli kl. 10 og 12. Þetta hefur tekist vonum framar hingað til og engin ástæða til annars en að bæta enn frekar í eftir áramót (kynnt nánar síðar). Til þess að loka árinu ætlum við í fyrsta skipti að bjóða upp á sameiginlegan Húspott. Hvað er Húspottur? Það er mjög einfalt og virkar þannig að þeir sem vilja vera með setja að lágmarki 1.000 kr. í pottinn og…

15.12 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.