Knattspyrna | FRÉTTIR

Síðasti sjéns til að sækja happdrættisvinninga

Í vor var dregið í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis eins og fram hefur komið. VINNINGSHAFA MÁ SJÁ HÉR Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagsins í Egilshöll eigi síðar en á fimmtudaginn 28. júní nk.

21.06 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Róbert Sig kominn heim !

Bakvörðurinn knái Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við Fjölni um að leika með liðinu á næsta keppnistimabili í körfuknattleik. Róbert er uppalinn Fjölnismaður en hann spilaði hjá Stjörnunni á síðasta keppnistímabili. Það er mikill fengur að fá hann í hópinn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta vetur. Við bjóðum hann velkomin í hópinn  #FélagiðOkkar

18.06 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnisstelpur í Vestmannaeyjum

Það var flottur hópur í 5 flokki kvenna sem keypti á móti í Vestmannaeyjum í vikunni. Það var glatt á hjalla hjá þeim og unnust margir góðir sigrar. #FélagiðOkkar

16.06 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir í Barcelona

Flott æfingaferð hjá 4 flokki karla í Barcelona. Strákarnir stóðu sig vel og eru félaginu til mikils sóma ásamt föngulegu starfsfólki og foreldrum. Myndir. Baldvin Berndsen #FélagiðOkkar

28.05 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Happdrætti knattspyrnudeildar 2018

Í dag var dregið í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis. VINNINGSHAFA MÁ SJÁ HÉR Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagsins í Egilshöll frá og með föstudeginum 4. maí.

27.04 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar í Pepsi deildinni

Það er til mikils að vinna með því að taka þátt Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar en sigurvegari þar fær ferð fyrir tvo á enska boltann. Skráðu þig og reyndu að hafa betur gegn öðrum stuðningsmönnum Fjölnis. Allir stuðningsmenn Fjölnis fara saman í einkadeild þar sem þeir geta borið árangur sinn saman í sumar. Skráðu þitt lið til leiks fyrir föstudag Skráning - https://eyjabiti.fotbolti.net/

24.04 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Drætti í happdrætti KND frestað til 27. apríl

Dregið verður föstudaginn 27. apríl nk. og númer vinningsmiða verða birt hér á heimasíðu félagins. Einungis er dregið úr seldum miðum, eins og reglur kveða á um. Fylgist með!

21.04 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stuðningsmannakvöld Fjölnis 18. apríl

Stuðningsmannakvöld Fjölnis verður haldið á Gullöldinni þann 18. apríl - en sumardagurinn fyrsti er daginn eftir. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hafi aldrei verið meiri fyrir knattspyrnusumrinu í Grafarvogi en það er gríðarlegur meðbyr með Fjölni þessi misserin. Bæði liðin okkar eru stútfull af uppöldum leikmönnum, þjálfurum og jafnvel liðstjórum þannig að það er mikil stemning í kringum liðin sem við ætlum að taka með inn í sumarið.  Dagskrá hefst kl. 19:45.  Dagskrá kvöldsins: -Páll Árnason þjálfari meistaraflokks kvenna og…

02.04 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stærsta getraunakaffi á Íslandi!

Taktu þátt í STÆRSTA getraunakaffi landsins (sem hefur slegið gjörsamlega í gegn) hjá Fjölni. Við ætlum að bæta Íslandsmetið í þáttöku og því eru ALLIR VELKOMNIR og EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD! Hvar: Félagsrými Fjölnis í Egilshöll Hvenær: Laugardaga milli kl. 10 og 12 Leikurinn er sáraeinfaldur en tveir eru saman í liði og giska á úrslit 13 leikja í enska boltanum. Þetta verður 7 vikna hópleikur þar sem 6 bestu vikurnar gilda (frí er um páskahelgina). Reglurnar í leiknum má finna hér:

22.03 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Árskort knattspyrnudeildar komin í sölu

58 dagar í fyrsta leik í Pepsi deildinni Heimaleikjakortin eru komin í sölu í nýrri vefverslun Fjölnis. Hægt er að ganga frá kaupum hér. Tvenns konar heimaleikjakort verða í boði. Annars vegar Árskort á 15.000 kr. og hins vegar Gullkort á 25.000 kr. Sjá nánari lýsingu hvað er innifalið í hvoru korti fyrir sig á myndum og í vefverslun. Kortin munu að sjálfsögðu gilda á alla heimaleiki bæði karla og kvenna í Íslandsmóti eða samtals 20 heimaleiki. En hér með tilkynnum við með…

01.03 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.