Knattspyrna | FRÉTTIR

Heimaleikjakortin í Pepsídeildinni

Nú styttist heldur betur í fyrsta leik hjá Fjölni í Pepsi-deild karla og því eru heimaleikjakort á Extra völlinn fyrir Pepsi-deildina 2017 komin til sölu inn á Tix.is. Þrjú mismunandi heimleikjakort eru í boði, hvert öðru betra. Sjá mynd til útskýringar. Það er búið að einfalda kaupferlið og núna þarf bara að smella á þennan link: https://tix.is/is/event/3905/arsmi-ar-a-heimaleiki-fjolnis-2017/ Almennt miðaverð í Pepsi-deildinni í ár verður 2.000 kr. og því eru heimaleikjakortin EXTRA hagstæð og sem dæmi er 32% ódýrara að…

10.04 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Aron Sig og Viðar Ari í landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt íslenska landsliðshópinn sem mætir Kosóvó í undankeppni HM á föstudaginn í næstu viku og Írlandi í vináttuleik þann 28. mars. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson Kolbeinn Sigþórsson og Theodór Elmar Bjarnason eru allir fjarri góði gamni í leikjunum. Arnór Ingvi Traustason og Kári Árnason hafa einnig verið að glíma við meiðsli en þeir eru báðir í hópnum. Samtals eru fimm nýir leikmenn í hópnum síðan í síðasta leik í undankeppninni gegn Króatíu í nóvember.…

17.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir sigrar Leiknir

Leiknir R. 2 - 5 Fjölnir 1-0 Brynjar Hlöðversson ('6) 1-1 Marcus Solberg Mathiasen ('11) 1-2 Marcus Solberg Mathiasen ('36) 1-3 Þórir Guðjónsson ('56) 1-4 Þórir Guðjónsson ('69) 2-4 Elvar Páll Sigurðsson ('71) 2-5 Þórir Guðjónsson ('85) Rautt spjald: Tumi Guðjónsson, Fjölnir ('87 ) Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn Fjölnir náði í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum í kvöld. Þeir mættu Leikni R. í Egilshöllinni og úr varð mikill markaleikur. Leiknismenn komust yfir eftir sex mínútur þegar…

16.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viðar Ari orðinn leikmaður Brann

Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann þar sem hann hefur gengið frá þriggja ára samningi við liðið sem lenti í 2 sæti í norsku úrvaldsdeildinni á síðasta tímabili. Samhliða sölunni á Viðari þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Brann. Viðar Ari heldur til La Manga á Spáni á miðvikudaginn þar sem hann mun hitta…

06.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir fékk Drago styttuna í Pepsídeild

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna. Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Í Pepsi-deild karla er einnig tekið tillit til háttvísismats eftirlitsmanna KSÍ. Þá eru…

11.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurmótið: Marcus Solberg jarðaði KR

Fjölnir 3 - 0 KR 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('40) 2-0 Marcus Solberg Mathiasen ('56) 3-0 Marcus Solberg Mathiasen ('74) Fjölnir mætir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins næsta mánudag. Fjölnir var rétt í þessu að leggja KR að velli í undanúrslitum með þremur mörkum gegn engu en Valur hafði betur gegn Víkingi R. eftir vítapsyrnukeppni fyrr í kvöld. Fjölnismenn voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni á 40. mínútu. KR-ingar voru nálægt því að…

10.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurúrval

Fyrsta æfing Reykjavíkurúrvalsins fór fram um helgina í Egilshöll. Fjölnir átti 8 leikmenn á æfingunni. Næsta æfing hópsins verður í lok febrúar. Gaman verður að fylgjast með strákunum í þessu verkefni og sjá hversu margir komast í lokahópinn fyrir Norðurlandamót höfuðborga sem fer fram í Helsinki dagana 22-27 maí. Daníel Smári Sigurðsson - Kelduskóli Gabríel Rómeo Johnsen - Foldaskóli Lúkas Logi Heimisson - Vættaskóli Marías Bergsveinn Brynjólfsson - Foldaskóli Patrekur Viktor Jónsson -  Kelduskóli. Sófus Máni Bender - Kelduskóli Sölvi…

05.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Velkomin heim

Íris Ósk Valmundsdóttir er gengin til liðs við Fjölni. Þetta var staðfest fyrr í dag þegar hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið. Íris, sem er uppalin Fjölnismaður, leikur sem hafsent og á að baki yfir 150 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 16 mörk. Hún lék áður með KR og Stjörnunni - en hún var t.a.m. fyrirliði KR síðasta sumar í Pepsi-deildinni. Þessi félagsskipti sýna þann mikla metnað og kraft, svo ekki verður um villst, sem býr…

02.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viðar Ari: Gjörsamlega geggjað að spila með Aron Sig

Í dag var stór dagur fyrir hinn 22 ára Viðar Ara Jónsson, leikmann Fjölnis, sem lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn sem varamaður í úrslitaleik Kínamótsins. Viðar kom inn á 66. mínútu þegar Ísland tapaði 0-1 fyrir Síle. „Tilfinningin er geggjuð að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik. Maður er búinn að vera að vinna að þessu og þegar þessu markmiði er náð er tiflinningin góð," segir Viðar um það hvernig er að hafa leikið sinn fyrsta landsleik. Var…

15.01 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viðar Ari í landsliðshópnum

Viðar Ari Jónsson nývalinn íþróttamaður Fjölnis 2016 hefur verið valinn í landsliðshópinn sem tekur þátt í China Cup 2017. Aron Sigurðarson er líka í hópnum ásamt öðrum góðum fjölnisdreng, Guðlaugi Victori Pálssyni Síðan voru þrír leikmenn valdir í æfingahóp fyrir U21 en þeir eru Birnir Snær Ingason Hans Viktor Guðmundsson Ægir Jarl Jónasson Árið byrjar því með látum hjá okkur í knattspyrnudeildinni.

02.01 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.