Knattspyrna | FRÉTTIR

30.11 2017

Almarr Ormarsson í Fjölni

Almarr Ormarsson er nýjasti leikmaður meistaraflokks karla Fjölnis.

Almarr, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir 3 ára samning fyrr í dag við félagið og hefur þegar hafið æfingar með liðinu, en hann kemur til okkar frá KA - þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Almarr hefur á sínum ferli spilað hátt í 300 KSÍ leiki og skorað í þeim 57 mörk.  Þá á hann að baki 20 landsleiki með U19 og U21 landsliðum Íslands og var m.a. í U21 hópnum sem fór á lokamót EM í Danmörku árið 2011.

Virkilega öflugur leikmaður hér á ferðinni sem getur leyst margar stöður á vellinum og mörg félög vildu fá í sínar raðir. Við bjóðum Almarr hjartanlega velkominn í Grafarvoginn og hlökkum til að sjá hann í Fjölnistreyjunni í Pepsi deildinni á komandi tímabili.
 

Á myndinni má sjá Árna, formann knattspyrnudeildar, Almarr og Ólaf Pál, þjálfara meistaraflokks karla.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.