Knattspyrna | FRÉTTIR

17.03 2017

Aron Sig og Viðar Ari í landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt íslenska landsliðshópinn sem mætir Kosóvó í undankeppni HM á föstudaginn í næstu viku og Írlandi í vináttuleik þann 28. mars.

Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson Kolbeinn Sigþórsson og Theodór Elmar Bjarnason eru allir fjarri góði gamni í leikjunum.

Arnór Ingvi Traustason og Kári Árnason hafa einnig verið að glíma við meiðsli en þeir eru báðir í hópnum.

Samtals eru fimm nýir leikmenn í hópnum síðan í síðasta leik í undankeppninni gegn Króatíu í nóvember.

Rúrik Gíslason snýr aftur í hópinn en hann spilaði síðast landsleik í júní árið 2015.

​Viðar Ari Jónsson og Óttar Magnús Karlsson eru báðir í hópnum í mótsleik í fyrsta skipti en þeir léku sína fyrstu landsleiki fyrr á þessu ári. Viðar samdi á dögunum við Brann í Noregi en Óttar gekk til liðs við Molde fyrr í vetur.

Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö, er einnig í hóp í fyrsta skipti í mótsleik og þá kemur Kjartan Henry Finnbogason inn í hópinn en hann hefur ekki verið í hóp í mótsleikjum síðan árið 2011.

Heimir velur 24 manna hóp fyrir leikina en auk leikmanna sem eru fjarverandi þá dettur Rúnar Már Sigurjónsson út frá því gegn Króatíu í nóvember.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Fulham)
Kári Árnason (Omonia)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Granada)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Maccabi Haifa)
Viðar Ari Jónsson (Brann)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Rúrik Gíslason (Nurnberg)
Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)
Elías Már Ómarsson (IFK Gautaborg)
Aron Sigurðarson (Tromsö)

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson (Wolves)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)

Fjarverandi
Alfreð Finnbogason - Meiddur
Birkir Bjarnason - Meiddur
Jóhann Berg Guðmundsson - Meiddur
Kolbeinn Sigþórsson - Meiddur
Theodór Elmar Bjarnason - Í leikbanni

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/17-03-2017/islenski-landslidshopurinn-fimm-nyir-koma-inn#ixzz4bbBRHFCz

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.