Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og ykkur er kunnugt keppa iðkendur Fjölnis í 5. til 2. flokki á Íslandsmóti sem skipulagt er af KSÍ.  Hluti þessara leikja eru utan stór Reykjavíkursvæðisins og hafa ferðalög á þessa leiki verið skipulögð af foreldrum í samvinnu við viðkomandi þjálfara og í mörgum tilfellum hefur einhvert foreldri keyrt með hópinn.  Slíkt fyrirkomulag leggur mikla ábyrgð á herðar þessara foreldra þó sem betur fer hafi ekki orðið slys.

Kostnaður við þessar ferðir hefur verið mjög mismunandi en í öllum tilfellum greiddur sérstaklega af þeim iðkendum sem fara í viðkomandi ferð, dæmi eru um kostnað upp á allt að 25.000 fyrir iðkanda í ferð á einn leik en algeng tala í þessu er 10.000 – 12.000 fyrir einn leik.  Misjafnt er milli flokka og iðkenda hve mikill kostnaðurinn hefur verið en hann getur verið umtalsverður.

Fjölnir hefur því ákveðið að frá og með komandi sumri (2019) mun félagið rukka iðkendur þessara flokka um sérstakt gjald til að stand straum af þessum kostnaði. Allar ferðir sem eru í meira en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík verða skipulagðar af yfirþjáfara og íþróttafulltrúa Fjölnis.  Samið hefur verið við fyrirtæki sem mun annast akstur og mun því atvinnubílstjóri keyra hópinn.

Gjaldið fyrir sumarið 2019 er 6.000 krónur og mun greiðsluseðill birtast á heimabanka forráðamanna á næstu dögum.

Vakni einhverjar spurningar um framkvæmd þessa er öllum velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í 578 2700 eða með tölvupósti á skrifstofa@fjolnir.is

Fjölnis kveðjur,
Stjórn BUR, (barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis)