Knattspyrna | FRÉTTIR

12.09 2017

Fótbolti án aðgreiningar/Football withour restrictions

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions en keppendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnusamband Íslands stýra undirbúningi og skipulagi mótsins í samstarfi við ÍF og Special Olympics á Íslandi. Þetta er fyrsta alþjóðlega knattspyrnumót fatlaðra og ófatlaðra sem haldið er hér á landi.

Hingað til lands koma þrjú erlend lið, tvö frá Færeyjum og eitt frá Eyjunni Mön. Íslensku félögin sem taka þátt í mótinu eru félögin Ösp, Nes, Suðri, FC Sækó og þá mun 4. flokkur Fjölnis vera sérstakt gestalið á mótinu.

Mótið hefst kl. 10:00 þar sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun sjá um setningu mótsins. Keppni hefst svo kl. 10:30 en keppt verður í tveimur sex liða riðlum, tveimur styrkleikaflokkum. Leikið er í 5 manna bolta. Leiki og tímasetningar er að finna hér að neðan.

Íþróttafélagið Ösp, ÍF og KSÍ vilja hvetja alla sem áhuga hafa á knattspyrnu að mæta og styðja við bakið á keppendum á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Aðgangur er ókeypis og er þetta því tilvalið tækifæri til að berja þessar knattspyrnustjörnur augum.

 

http://www.ksi.is/fraedsla/nr/14334

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.