Knattspyrna | FRÉTTIR

15.12 2017

Síðasta Getraunakaffi fyrir jól

Síðasta Getraunakaffi Fjölnis fyrir jól verður núna á laugardaginn í Egilshöll á milli kl. 10 og 12.

Þetta hefur tekist vonum framar hingað til og engin ástæða til annars en að bæta enn frekar í eftir áramót (kynnt nánar síðar).

Til þess að loka árinu ætlum við í fyrsta skipti að bjóða upp á sameiginlegan Húspott.

Hvað er Húspottur?
Það er mjög einfalt og virkar þannig að þeir sem vilja vera með setja að lágmarki 1.000 kr. í pottinn og eignast hlut í honum í hlutfalli við heildarupphæð sem safnast.

Við höfum svo fengið fyrrum leikmann Fjölnis og starfsmann Íslenskra getrauna Ágúst Þór Ágústsson, betur þekktan sem Grassa, til þess að setja saman seðil vikunnar og tryggja okkur vonandi 13 rétta!

Þú getur bæði lagt inn í pottinn á www.1x2.is/felog (ættir einnig að hafa fengið tölvupóst þess efnis ef þú ert skráður í getraunakerfinu) eða með því að koma í kaffið á laugardaginn.

Dæmi: Ef Húspotturinn er 50 þús kr. og þú settir inn 1 þús kr. þá færð þú 1/50 af vinningnum.

En þess má geta að 13 réttir gefa 160 milljónir þessa helgina og 1/50 af því eru einmitt 3,2 milljónir.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn! 

Facebook hóp utan um Getraunakaffið má finna með því að smella hér.

Aðrar upplýsingar og reglur í leiknum má finna á síðunni hér til hliðar

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.