Knattspyrna | FRÉTTIR

10.01 2018

Taktu þátt - Nýr Getraunaleikur hefst laugardaginn 13. janúar!

Nýr leikur! Getraunakaffið hefst núna á laugardaginn 13. janúar í Egilshöll og er á milli kl. 10-12 eins og alltaf.

Allir velkomnir! Hægt að skrá sig með því að senda póst á 1x2@fjolnir.is eða með því að mæta á staðinn.

Vinningarnir eru eftirfarandi:

1.sæti - 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og 1x Gullkort á völlinn (25.000 kr.).

2. sæti - 15.000 kr. gjafabréf frá Hverfisbúðinni, 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni.

3. sæti. - 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni.

Smellið hér til að sjá reglur hópleiksins (allir standa jafnt).

Sérstakur vinningur er í boði fyrir þá sem skrá sig til leiks. Þú ferð sjálfkrafa í pottinn bara með því að taka þátt, en dregið er úr skráðum liðum.

Þá ætlum við reglulega að fá góða aðila til að mæta og halda smá tölu. Þjálfarar meistaraflokka kvenna og karla þeir Páll Árnason og Ólafur Páll Snorrason ríða á vaðið og fara yfir stöðuna hjá liðunum sínum. Guðni Bergson formaður KSÍ ætlar svo að heiðra okkur með nærveru sínni þann 3. febrúar í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis! Fleiri fallbyssur verða tilkynntar síðar.

Húspotturinn verður reglulega yfir tímabilið (þá er lagt í púkk og stofnaður einn stór seðill).

Svo er auðvitað kaffi og bakkelsi frá Bakarameistaranum á sínum stað.

Þið megið endilega hjálpa okkur að dreifa boðskapnum með því að deila og bjóða fólki á þennan Facebook event.

Facebook hóp utan um Getraunakaffið má finna með því að smella hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.