Knattspyrna | FRÉTTIR

29.10 2014

Ólafur Páll ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni

Ólafur Páll ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni

Ólafur Páll Snorrason var í dag ráðinn sem  spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.  Ólafur, sem er uppalinn Fjölnismaður, á að baki afar farsælan feril hjá FH, einu sigursælasta liði efstu deildar á Íslandi,  þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin níu ár. . Það er ljóst að hæfileikar og reynsla Ólafs muni nýtast Fjölnismönnum gríðarlega vel á næstu árum í því verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild.

Ólafur Páll

Ég er mjög sáttur við að vera kominn til baka í uppeldisfélagið mitt þar sem ég mun leggja mig allan fram, bæði sem þjálfari og leikmaður. Ég var ekkert á þeim buxunum að yfirgefa FH en þegar ég fékk tækifæri á því að koma í Fjölni á þessum forsendum þá þurfti ég að leggjast undir feld því þetta var með erfiðari ákvörðunum sem ég þurft að taka á ferlinum.  Ég hef í talsverðan tíma hugsað mér að snúa mér að þjálfun eftir að ég hætti sjálfur að spila en þessi aðkoma mín til Fjölnis gefur mér tækifæri á að halda áfram að spila en byrja jafnframt að koma mér inn í þjálfaramálin. Ég tel mig hafa heilmikið fram að færa og hlakka til samstarfsins við Gústa og strákana í liðinu.  Ég kveð FH inga í góðri sátt en þar hef ég átt mín bestu og ánægjulegustu ár sem leikmaður.

Ágúst Gylfason

Að fá heimamanninn Óla Palla í Fjölni er mikil lyftistöng fyrir Fjölni og Grafarvoginn og sýnir að við Fjölnismenn viljum taka næsta skref í baráttunni í Pepsídeildinni. Óli sem er mikill karakter og sigurvegari mun passa vel inn í þjálfarateamið með mér og Gunna Sig. Einnig er liðið að fá frábæran og reynslu mikinn knattspyrnumann sem hefur verið í toppbáráttu með FH í mörg ár. Mér líst vel á metnaðinn og andrúmsloftið í kringum félagið og reiknum við með enn frekari styrkingum  með klassa leikmönnum eins og Óla Palla.
 

Kristján Einarsson form knd

Við Fjölnismenn erum gríðarlega sáttir með að hafa fengið Óla Palla aftur í Grafarvoginn.  Við höfum verið að skoða leiðir til að styrkja hópinn fyrir næsta sumar og þegar Kristófer, sem hefur verið aðstoðarþjálfari með Gústa, ákvað að færa sig um set fórum við að skoða þann möguleika að ráða spilandi aðstoðarþjálfara. Í þeim efnum var Óli Palli augljós fyrsti kostur.  Ég veit að þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir Óla þar sem hann á ennþá mikið eftir sem leikmaður í hæsta gæðaflokki á Íslandi og hefur átt frábær ár hjá FH. Það er einfaldlega frábært fyrir okkur að hann skyldi vilja koma aftur í uppeldisfélagið sitt og vinna með okkur í því uppbyggingarstarfi að festa Fjölni  í sessi í efstu deild.. Það kom líka fljótt í ljós að hann og Gústi hafa svipaðar hugmyndir um hlutina og ég er sannfærður um þeir muni mynda frábært þjálfarateymi ásamt Gunna Sig markmannsþjálfara.

Myndir: Fjölnir/Örn Arnar Jónsson

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.