Knattspyrna | FRÉTTIR

12.10 2017

Óli Palli tekinn við

Ólafur Páll Snorrason nýráðinn  þjálfari Fjölnis í Grafarvogi. Hann verður því að öllum líkindum yngsti þjálfari Pepsi-deildarinnar á næsta ári en hann er 35 ára. 

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og býr yfir reynslu sem leikmaður liðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari FH. 

„Ég þekki krók og kima hjá Fjölni og veit í hvað ég er að fara. Þess vegna er ég spenntur fyrir þessu. Nóg er af góðum fótboltamönnum í Fjölni. Grunnatriðið fyrir Fjölni er að halda áfram að vinna í stöðugleika liðsins í efstu deild," segir Ólafur. 

„Ég mun einnig ýta af stað mínum hugmyndum og næ að vinna markmisst með það líka." 

Ólafur viðurkennir að það hafi verið markmið hjá sér að verða aðalþjálfari á þessum tímapunkti. 

„Ég hef hugsað út í það að vera kominn í svona starf á þessum tímapunkti. Ég veit að það eru ekki margir sem fá svona traust og svona flott starf í efstu deild á Íslandi. Ég er fyrst og fremst mjög þakklátur fyrir það. Ég þakka stjórn Fjölnis í að treysta mér í það, engin spurning." 

Fjölnismenn voru í fallbaráttu í sumar og Ólafur gerir sér grein fyrir því að deildin verði mjög erfið næsta sumar. 

„Þetta er og verður krefjandi verkefni sem ég tek að mér. Ég er metnaðarfullur í því sem ég geri og horfi bjartur fram á veginn. Ég vil lyfta klúbbnum á aðeins hærra level en hann var á síðasta sumar," segir Ólafur. 

Hvað hefði mátt betur fara síðasta sumar? 

„Það er ýmislegt. Ég ætla kannski ekki að telja það upp núna en margt hvarf á braut frá sumrinu 2016. Það er eitthvað af því sem ég ætla að ná til baka." 

Er Ólafur þar að tala um hina frægu Fjölnisstemningu og samheldni sem einkennt hefur liðið? 

„Þú þarft varla að spyrja mig að þessari spurningu því þú veist svarið. Það er alveg hárrétt hjá þér." 

Eru einhverjar breytingar á hópnum orðnar ljósar? 

„Það er ekkert ljóst en ég hef myndað mér skoðun á því sem ég ætla að reyna að gera. Ég fer í þá vinnu á næstu dögum. Mögulegt er að það verði talsverðar breytingar á hópnum, bæði inn og út. Það eru miklir vinnumánuðir framundan." 

Að lokum. Hver verður aðstoðarmaður þinn í Grafarvogi? 

„Það er óráðið, það er eitt af því sem ég leggst yfir á næstu dögum. Ég mun ásamt Gunna Sig markmannsþjálfara skoða hvað best sé að gera, hvað það er sem vantar í þjálfarateymið. Ég mun taka upplýsta ákvörðun um það," segir Ólafur Páll. 

sjá fotbolti.net

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.