Knattspyrna | FRÉTTIR

08.11 2017

Rúna Sif Stefánsdóttir er komin heim í Grafarvoginn!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Rúna Sif Stefánsdóttir skrifaði nýverið undir samning við knattspyrnudeild Fjölnis þess efni að hún muni vera spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna næstu tvö árin hið minnsta eða út tímabilið 2019!

Rúna, sem er 28 ára gömul, er fædd og uppalin í Grafarvogi og fór upp í gegnum alla yngri flokka félagsins á sínum tíma.

Frá árinu 2009 hefur hún leikið með Fylki, Stjörnunni og Val. Rúna hefur samtals spilað yfir 200 KSÍ leiki og skorað í þeim tæplega 50 mörk. Þar af eru yfir 150 leikir í efstu deild á Íslandi. Þá hefur hún spilað samtals 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark.

Rúna er sóknarsinnaður leikmaður með öflugan vinstri fót en því til staðfestingar má nefna að tímabilið 2013 hlaut hún verðlaun fyrir flestar stoðsendingar í Pepsi deild kvenna eða samtals 16 - en þess má geta að sömu verðlaun karlamegin það árið hlaut Ólafur Páll Snorrason, núverandi þjálfari meistaraflokks karla. Rúna hefur m.a. unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og leikið í Evrópukeppnum.

Líkt og þessi stutta yfirferð gefur til kynna að þá eru þetta frábærar fréttir og sýnir, svo ekki verður um villst, þann mikla metnað og kraft sem býr innan félagsins um þessar mundir. Það er okkar trú að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal. En ásamt því að vera sterkur karakter þá er hér á ferðinni ekki síst góð fyrirmynd, innan vallar sem utan, fyrir alla þá ungu leikmenn Fjölnis sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.

Knattspyrnudeild Fjölnis býður Rúnu Sif Stefánsdóttur VELKOMNA HEIM.

Á myndinni má sjá Kolbein Kristinsson, formann meistaraflokksráðs kvenna, Rúnu Sif aðstoðarþjálfara og Pál Árnason þjálfara liðsins.
 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.