Knattspyrna | FRÉTTIR

08.05 2017

Sigur á Breiðablik

Fjöln­is­menn lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í ann­arri um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu á Extra-vell­in­um í Grafar­vogi í kvöld.

Miðvörður­inn Hans Vikt­or Guðmunds­son skoraði sig­ur­markið á 61. mín­útu og Fjöln­ir er með 4 stig eft­ir tvo leiki en Blikar sitja eft­ir við botn­inn án stiga.

Blikar byrjuðu leik­inn bet­ur en Fjöln­ir náði smám sam­an yf­ir­hönd­inni á vell­in­um og sótti á köfl­um stíft að marki Kópa­vogsliðsins.

Besta færi fyrri hálfleiks kom á 26. mín­útu þegar króa­tíski miðvörður­inn Ivica Dzol­an átti skalla í þverslá Blika­marks­ins eft­ir fyr­ir­gjöf Birn­is Snæs Inga­son­ar.

Fjöln­ir átti all­ar þær marktilraun­ir sem sáust í fyrri hálfleikn­um en Blikar náðu ekki einu ein­asta skoti að marki Grafar­vogsliðsins fyrstu 45 mín­út­urn­ar.

Leik­ur­inn var mun líf­legri eft­ir hlé og eft­ir betri byrj­un Blika náðu Fjöln­is­menn for­yst­unni á 61. mín­útu. Igor Jugovic þrumaði að marki af 20 færi eft­ir að Blikar skölluðu bolt­ann frá marki sínu, og hann fór í miðvörðinn Hans Vikt­or Guðmunds­son í víta­teign­um og þaðan í netið, 1:0.

Liðin sóttu til skipt­is en Fjöln­ir fékk hættu­legri færi og var nær því að bæta við en Blikar að jafna met­in.

sjá mbl.is/ mynd Eggert Jóhannesson

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.