Knattspyrna | FRÉTTIR

06.11 2015

Stelpurnar í 2. og meistaraflokki skrifa undir samninga við knattspyrnudeild

  • Meistaraflokkur: Frá vinstri - Gunnar Már Guðmundsson, Arnar Páll Garðarsson, Ólöf Björk Vilhelmsdóttir, Aníta Björk Bóasdóttir, Jódís Lilja Jakobsdóttir, Erla Dögg Aðalsteinsdóttir, Kristjana Ýr Þráinsdóttir, Kamilla Einarsdóttir, Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Kristján Einarsson formaður knattpyrnudeildar Fjölnis og Einar Már Guðmundsson formaður 2. og meistaraflokksráðs kvenna

    Meistaraflokkur: Frá vinstri - Gunnar Már Guðmundsson, Arnar Páll Garðarsson, Ólöf Björk Vilhelmsdóttir, Aníta Björk Bóasdóttir, Jódís Lilja Jakobsdóttir, Erla Dögg Aðalsteinsdóttir, Kristjana Ýr Þráinsdóttir, Kamilla Einarsdóttir, Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Kristján Einarsson formaður knattpyrnudeildar Fjölnis og Einar Már Guðmundsson formaður 2. og meistaraflokksráðs kvenna

  • 2. flokkur: E.v - Gunnar Már Guðmundsson, Arnar Páll Garðarsson, Lilja Dögg Júlíusdóttir, Signý Rúnarsdóttir, Lára Marý Lárusdóttir, Birna Dís Bergsdóttir, Rakel Marín Jónsdóttir, Vala Kristín Theodórsdóttir, Kristján Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis og Einar Már Guðmundsson formaður 2. og meistaraflokksráðs kvenna. N.v - Elvý Rut Búadóttir, Hlín Heiðarsdóttir og Anna Lilja Ólafsdóttir.

    2. flokkur: E.v - Gunnar Már Guðmundsson, Arnar Páll Garðarsson, Lilja Dögg Júlíusdóttir, Signý Rúnarsdóttir, Lára Marý Lárusdóttir, Birna Dís Bergsdóttir, Rakel Marín Jónsdóttir, Vala Kristín Theodórsdóttir, Kristján Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis og Einar Már Guðmundsson formaður 2. og meistaraflokksráðs kvenna. N.v - Elvý Rut Búadóttir, Hlín Heiðarsdóttir og Anna Lilja Ólafsdóttir.

Knattspyrnudeild Fjölnis gekk frá samningum við alla leikmenn sína í meistaraflokki sem og í 2. flokki félagsins nú um helgina.

Fjölnir átti síðast lið í efstu deild kvenna árið 2009, þá sameinað Aftureldingu, en hefur verið í baráttu um sæti á meðal þeirra bestu síðustu ár án þess þó að ná að komast upp.

Gunnar Már Guðmundsson var nýverið ráðinn þjálfari meistaraflokksins og honum til aðstoðar er Arnar Páll Garðarsson sem jafnframt þjálfar 2. flokk kvenna. Leikmannahópurinn er öflugur en hann hefur á að skipa ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í bland við eldri og reyndari leikmenn sem þekkja vel til í 1. deildinni og haf auk þess spilað í úrvalsdeild.

Verkefni og markmið hópsins sem og félagsins til næstu þriggja ára er að tryggja sér sæti í Pepsí-deildinni og festa sig þar í sessi og eru því væntingarnar miklar til þeirra félaga Gunnars Más og Arnars Páls sem og leikmannahópsins.

Gunnar Már segi hópinn hafa farið vel af stað á æfingum og hann sé spenntur fyrir því sem koma skal:

„Fyrstu vikurnar hafa gengið vel, stelpurnar eru metnaðafullar og hafa verið að leggja sig fram á æfingum og ég get ekki farið fram á meira. Það hefur verið smá barátta að fá þær til þess að skuldbinda sig og mæta 100% á æfingar, það er að takast og því líst mér vel á framhaldið. Það eru margir spennandi leikmenn í hópnum og þegar liðið verður komið í gott form eru okkur allir vegir færir.”

„Markmiðið er að vera með lið í efstu deild árið 2018, byggja liðið upp þannig að þegar við förum upp um deild þá séum við tilbúin til þess að halda okkur uppi og byggja ofan á það í framhaldinu. Að sjálfsögðu stefnum við upp um deild strax í ár, allir leikmennirnir hafa metnað til þess að spila í efstu deild og þar viljum við vera. Við viljum mæta í efstu deildina með lið sem á erindi í efstu deild til þess að hægt sé að halda áfram í uppbyggingu kvennaknattspyrnunar í félaginu.”

Þá telur Gunnar Már ljóst að styrkja þurfi liðið en vanda þurfi valið á þeim leikmönnum sem bætast í hópinn:

„Við ætlum velja vel inn hvaða leikmenn við reynum að fá, við leggjum traust á þá leikmenn sem fyrir eru og þeir leikmenn sem bætast við þurfa að passa inn í  hópinn. Þeir leikmenn sem  koma til okkar munu vera leikmenn sem hafa reynslu og gæði til þess að styrkja liðið. Hópurinn er mjög ungur og veitir okkur ekki af meiri reynslu. Við erum enn að móta liðið og höfum ekki spilað leik enn, það kemur betur í ljós þegar við byrjum að spila leiki hvað þætti við þurfum að  styrkja.”

„Við erum komin af stað með spennandi verkefni sem verður gaman að fylgja eftir”
-sagði Gunnar Már að lokum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.