Knattspyrna | FRÉTTIR

02.04 2018

Stuðningsmannakvöld Fjölnis 18. apríl

Stuðningsmannakvöld Fjölnis verður haldið á Gullöldinni þann 18. apríl - en sumardagurinn fyrsti er daginn eftir.

Óhætt er að segja að eftirvæntingin hafi aldrei verið meiri fyrir knattspyrnusumrinu í Grafarvogi en það er gríðarlegur meðbyr með Fjölni þessi misserin. Bæði liðin okkar eru stútfull af uppöldum leikmönnum, þjálfurum og jafnvel liðstjórum þannig að það er mikil stemning í kringum liðin sem við ætlum að taka með inn í sumarið. 

Dagskrá hefst kl. 19:45. 

Dagskrá kvöldsins:
-Páll Árnason þjálfari meistaraflokks kvenna og Ólafur Páll Snorrason þjálfari meistaraflokks karla verða með kynningu á sínum liðum. Opið verður fyrir spurningar.
-Pallborðsumræður þar sem Tómas Þór Þórðarson, Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Jarl Jónsson mæta í persónu og gefa sitt álit á liðunum og komandi knattspyrnusumri. 
-Spjall við fyrirliða meistaraflokks kvenna og karla.
-Opinberun á "100 leikja klúbbi" Fjölnis.
-Maggi Hödd verður á mæknum og stýrir sýningunni.

Taumlaus gleði, spjall og meldingar eftir að dagskrá lýkur.

1.000 kr. inn og bjór fylgir með, en frítt inn fyrir heimaleikjakortshafa.

Hægt er að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti á staðnum eða á vefversluninni hér

Byrjum þetta sumar af krafti og gerum þetta saman.

#FélagiðOkkar

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.