Knattspyrna | FRÉTTIR

03.12 2017

Þrír öflugir leikmenn aftur heim í Fjölni

Þrír öflugir leikmenn bætast í lið meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Edda María Birgisdóttir, Elísa Pálsdóttir og Helga Franklínsdóttir hafa allar skrifað undir samninga við Fjölni út árið 2019.

Það þarf ekki að taka fram hversu mikill liðsstyrkur þetta er en samanlagt hafa þessir leikmenn, sem allir eru fæddir árið 1988, spilað 330 KSÍ leiki og skorað í þeim 71 mark ásamt því að hafa unnið Íslandsmeistaratitla og bikartitla. Það er því ljóst að þeim fylgir mikil reynsla inn í lið meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Vitanlega eru þær einnig allar uppaldar í Fjölni.

Edda María, lék síðast með RSC Anderlecht í Belgíu og þar áður m.a. Stjörnunni og ÍBV. Virkilega öflugur miðjumaður með mikla reynslu og sterkur karakter.

Elísa hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil í Fjölni. Hún spilaði t.a.m. sinn fyrsta leik árið 2002 fyrir Fjölni, þá 14 ára gömul. Elísa er bæði sterkur karakter og góður leikmaður sem þekkir Fjölnisliðið út og inn en hún var síðast með okkur sumarið 2016.

Helga er sóknarmaður sem hefur skorað 34 mörk í 130 leikjum. Árin 2009-2014 lék hún í efstu deild með Stjörnunni með mjög góðum árangri. Leikmaður sem er öflug viðbót við lið Fjölnis.

Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar þessum undirskriftum og býður þær allar VELKOMNAR HEIM í Grafarvoginn.

Á myndinni eru (talið frá vinstri): Elísa Pálsdóttir, Helga Franklínsdóttir og Edda María Birgisdóttir.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.