Knattspyrna | FRÉTTIR

22.05 2017

Sigur í Kaplakrika

  • Ægir Jarl Jónas­son úr Fjölni og Davíð Þór Viðars­son FH, eig­ast við leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Ægir Jarl Jónas­son úr Fjölni og Davíð Þór Viðars­son FH, eig­ast við leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óvæntustu úrslit Pepsi-deildarinnar hingað til áttu sér stað í Kaplakrika í kvöld. Íslandsmeistarar FH þurftu að játa sig sigrað gegn sprækum Fjölnismönnum.

Leikmenn Fjölnis spiluðu virkilega flottan fyrri hálfleik gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Þeir uppskáru þegar lítið var eftir honum þegar Ivica Dzolan skallaði fyrirgjöf í netið.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni, en FH jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks. Þá skoraði varamaðurinn Emil Pálsson eftir góðan undirbúning Atla Guðnasyni.

Þarna héldu margir að FH myndi fara og vinna leikinn, en annað kom á daginn. Fjölnir skoraði sigurmark á 82. mínútu og var þar að verki Þórir Guðjónsson. Lokatölur 2-1 fyrir Fjölni í Kaplakrika.

Sigur Fjölnis staðreynd og það eru úrslit sem koma mörgum í opna skjöldu. Fjölnir er núna með sjö stig í fimmta sæti deildarinnar, en FH er með fimm í áttunda sætinu.


Read more: http://www.fotbolti.net

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.