Knattspyrna | FRÉTTIR

29.05 2017

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis

Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið.

Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima.

Káramenn hafa beðið Sigga Dúllu afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Fjölnis vil ég biðja hann afsökunar sömuleiðis.

Forráðamenn Fjölnis munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Við viljum hafa jákvæða fjölskyldustemningu á öllum leikjum Fjölnis.
 
F.h. knattspyrnudeildar Fjölnis
Árni Hermannsson, formaður

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.