Knattspyrna

Getraunakaffi Fjölnis

Getraunakaffi Fjölnis er haldið alla laugardaga milli kl. 10:00 og 12:00 í nýju skrifstofum félagsins í Egilshöll. Allir velkomnir, heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Þátttökugjald er 2.000 kr. per hóp og greiðist beint inn á reikning félagsins:
0114-05-60622 kt. 631288-7589 - ATH mikilvægt að senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið geiri109@gmail.com
 

Getraunanúmer Fjölnis er 112.

Allir sem vilja styðja Fjölni eru beðnir um að setja okkar félaganúmer á seðilinn.

 

Reglur í hópleik:

1.  Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Fjölnis. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum hópum. 

2. Spilað verður í einum riðli í 5 vikur fyrir áramót eða alla laugardagsmorgna frá 11. nóvember til og með 16. desember.

3. Allir þátttakendur senda inn tvo seðla á þar til gerð blöð sem Fjölnir-getraunir láta í té. Þessir seðlar skulu innihalda að lágmarki 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir.

4. Raðirnar skulu vera komnar til umsjónarmanns getraunastarfs Fjölnis fyrir kl. 12:00. Tekið er á móti röðunum á laugardögum í nýju skrifstofum Fjölnis í Egilshöll frá kl. 10:00 til 12:00 þar sem boðið verður upp á Getraunakaffi.

5. Keppnin stendur yfir í 5 vikur, eða til og með 16. desember 2017, og hópurinn sem er með flesta leiki rétta að þeim tíma liðnum sigrar.

6. Gleymi hópur að senda inn raðir eina vikuna þá gildir lægsta skor vikunnar í riðlinum sem viðkomandi hópur er í.

7. Ef fleiri en einn hópur er jafn eftir 5 vikur þá vinnur það lið sem er með fleiri útisigra rétta. Sé enn jafnt þá gilda fleiri jafnteflisleikir. Sé ennþá jafnt þegar allt hefur verið skoðað þá verður varpað hlutkesti.

Facebook hóp utan um Getraunakaffið má finna með því að smella hér.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.