Skák | FRÉTTIR

Íslandsmót skákfélaga - Fjölnir vann sér rétt til þátttöku á EM

Fjölmennu Íslandsmóti skákfélaga lauk í Rimaskóla dagana 2. - 4. mars. Skákdeild Fjölnis er á stuttum tíma orðið eitt öflugasta skákfélag Íslands og sýndi það annað árið í röð með því á ná 3. sæti og bronsverðlaunin í 1. deild. Eftir fyrri hluta Íslandsmótsins voru Fjölnismenn með 1 vinnings forskot á næstu skáksveit í 3. sæti. Sú forusta styrktist í síðari hlutunum og var það ekki síst yngstu liðsmönnum deildarinnar að þakka, en þeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón…

07.03 2017 | Skák LESA MEIRA

Skákmót grunnskóla í Grafarvogi. B sveit Rimaskóla vann aftur

Rúmlega 60 nemendur kepptu f.h. sinna skóla á spennandi Miðgarðsmóti, skákmóti grunnskólanna í Grafarvogi. Sterkar sex manna skáksveitir mættu til leiks og mótið var jafnt og spennandi frá byrjun til enda. B sveit Rimaskóla vann líkt og í fyrra, hálfum vinningi á undan A sveit sama skóla. Skáksveit Kelduskóla hafnaði í 3. sæti. Miðgarðsmótið er samstarfsverkefni Skákdeildar Fjölnis, Þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs og Landsbankans. Glæsilegir bikarar, vinningar og veitingar.  Lokastaðan : Rimaskóli B   30,5     Rimaskóli A   30      …

24.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Oliver Aron í 2. sæti á NM í skólaskák

Hinn 19 ára gamli Fjölnismaður Oliver Aron Jóhannesson stóð sig frábærlega á NM í skólaskák þegar hann landaði 2. sæti í A flokki skákmótsins. Teflt er í 5 aldursflokkum á mótinu og þar tefla tveir stigahæstu skákmenn hvers lands í hverjum flokki. Í A flokknum, elsta flokknum, voru það tveir Fjölnismenn sem skipuðu sæti Íslands á mótinu. Hinn var Dagur Ragnarsson sem hlaut 4. sætið og var líkt og Oliver Aron í baráttunni um verðlaunasæti allt mótið. Þriðji Fjölnisskákmaðurinn sem…

21.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Sigursælir Fjölnis-skákmenn

Ungir og efnilegir skákmeistarar Fjölnis hafa verið iðnir við kolann og tekið þátt í fjölmörgum skákmótum nú eftir áramótin. Þeir hafa virkilega sýnt þar mátt sinn og megin og unnið til verðlauna. Dagur Ragnarsson vann í byrjun mánaðarins titilinn Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2017 og á nýloknu Nóa Síríus boðsmótinu sem Taflfélagið Huginn stóð fyrir þá urðu Fjölnismenn í tveimur efstu sætum B flokks, þ.e. Hörður Aron Hauksson í 1. sæti og Jón Trausti Harðarson í 2. sæti. Báðir hlutu þeir 5…

21.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Metaðsókn á æfingu eftir góða frammistöðu á Reykjavíkurskólamótinu

Það mættu 40 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi á miðvikudagsskákæfingu Fjölnis eftir Reykjavíkurmót grunnskóla í skák tveimur dögum fyrr. Alls tóku níu skáksveitir úr grunnskólum  Garfarvogs þátt í grunnskólamótinu og frammistaða skáksveitanna virkilega góð. Rimaskóli hefur á að skipa mikilli breidd skákkrakka um þessar mundir, bæði drengir og stúlkur, og vann skólinn til gull, silfurs og bronsverðlauna á Reykjavíkurmótinu. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur er að vinna afar árangursríka vinnu í þremur grunnskólum Grafarvogs, Foldaskóla, Kelduskóla og Rimaskóla. Þessir skólar eru…

08.02 2017 | Skák LESA MEIRA

40 krakkar á jólaskákæfingu Fjölnis

Síðasta miðvikudagsæfing skákdeildarinnar á þessu ári var mjög fjölmenn og skemmtileg jólaskákæfing. Teflt var í þremur flokkum, eldri og yngri flokk auk stúlknaflokks. Í stúlknaflokki stóð sig best Kelduskólaskákdrottningin Rakel Björgvinsdóttir og í yngri flokk Jón Emil efnilegur skákmaður úr Vættaskóla. Í eldri flokk voru 14 þátttakendur sem allir eru farnir að tefla af mikilli færni. Þar varð efstur Kristján Dagur Jónsson úr Langholtsskóla með fullt hús en í næstu sæti röðuðu sér bekkjarbræður úr 6. bekk Rimaskóla, Joshua, Ríkharð…

20.12 2016 | Skák LESA MEIRA

40 krakkar mættu á jólaskákæfinguna

Það var að vanda góð stemmning og barátta á síðustu skákæfingu ársins, jólaskákæfingunni þar sem allir þátttakendur voru leystir út með gjöfum eftir fjölmennar og góðar skákæfingar á haustmisseri. Þau Steinn og Vala, foreldrar í hópnum, sáu um gjafamálin og meðlætið með kaffinu. Pokarnir sem skákkrakkarnir fengu voru fullsetnir nammi og öðru glingri. Stúlkurnar tefldu saman undir stjórn Sigríðar Bjargar og þar sigraði Kelduskólaskákdrottningin Rakel Björgvinsdóttir. Yngri flokkurinn var í umsjá Jóhanns Arnars og þar var mótið mjög jafnt en lauk…

19.12 2016 | Skák LESA MEIRA

Nansý með öruggan sigur á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis

Systkinin Nansý og Joshua Davíðsbörn í Rimaskóla urðu í efstu sætum á TORG skákmóti Fjölnis sem fram fór í 14. sinn í hátíðarsal Rimaskóla. Systkinin voru efst fyrir síðustu umferð, tefldu úrslitaskák sem lauk með stuttu jafntefli. Bæði komust þau taplaus frá mótinu. Nansý varð ein í 1. sæti með 5,5 vinninga af 6 möguleikum. Hálfum vinningi neðar urðu ásamt Joshua þeir Stephen Briem og Örn Alexandesrsson. TORG mót Fjölnis hófst með ávarpi heiðursgests mótsins sem var ekki af…

28.11 2016 | Skák LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla á laugardaginn

Skákdeild Fjölnis býður öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur með happadrætti og mikilli verðlaunahátíð kl. 13:15. Mikið um dýrðir á þessu vinsæla skákmóti fjöldi vinninga og ókeypis ís í boði Emmess í skákhléi. Heiðursgestur mótsins verður enginn annar en hinn vinsæli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamaður Ævar Þór og verða árituð eintök af nýjustu bókinni hans á  meðal þeirra vinninga sem keppt er um.…

21.11 2016 | Skák LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson sigraði á sterku alþjóðlegu unglingaskákmóti í Svíþjóð

Dagur Ragnarsson, hinn efnilegi skákmeistari í Fjölni, kom sá og sigraði á alþjóðlegu unglingaskákmóti sem lauk í gær í Uppsölum í Svíþjóð. Dagur sem er 19 ára gamall hlaut 6,5 vinninga í 9 skákum. Dagur varð jafn Vigni Vatnari, öðrum íslenskum skákmanni, en hafði gullið með hálfu stigi eftir stigaútreikning. Glæsilegur árangur. Dagur var taplaus á mótinu, vann 4 skákir og gerði 5 jafntefli. Vignir tapaði fyrir Degi í innbyrðis skák. Oliver Aron Jóhannesson Fjölni tapaði í lokaumferðinni en hann var eins og Dagur og Vignir Vatnar einnig í toppbaráttunni…

04.11 2016 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.