Skák | FRÉTTIR

Fjölmenni á Miðgarðsmótinu. Strákarnir í 7. bekk sigruðu 3. árið í röð

A sveit Rimaskóla í skák sigraði á fjölmennu Miðgarðsmóti sem haldið var í hátíðarsal Rimaskóla 16. mars. Miðgarðsmótið er skákmót á milli grunnskólanna í Grafarvogi og að þessu sinni sendu 5 skólar alls 12 sveitir til leiks. Sigursveit Rimaskóla er skipuð 6 drengjum úr 7. bekk sem voru að landa sínum 3 sigri á þremur árum. Teflt var í tveimur 6 sveita riðlum og keppt um sæti í úrslitaeinvígi í lokin. A sveitin sigraði Unglingasveit Rimaskóla í lokaviðureign mótsins með…

16.03 2018 | Skák LESA MEIRA

Flott frammistaða Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga

A sveit Fjölnis hreppti 3. sæti í 1. deild þriðja árið í röð og um leið þátttökurétt á Evrópumóti skákfélaga 2018. B sveitin varð í 2. sæti í 3. deild og flaug upp í 2. deild ásamt Víkingaklúbbnum . Skákdeild Fjölnis sendi þetta keppnisár þrjár skáksveitir til leiks, þar af eina ungmennasveit. A og B sveitir Grafarvogsbúa voru í ákjósanlegri stöðu eftir fyrri hluta mótsins, báðar í verðlaunasæti og B sveitin í 2. sæti, sem gefur rétt á að færast…

07.03 2018 | Skák LESA MEIRA

Sæmundur barna-og unglingameistari Reykjavíkur í skák

Sæmundur Árnason nemandi í Foldaskóla og félagi í Skákdeild Fjölnis gerði sér lítið fyrir og sigraði á fjölmennu Barna-og unglingaskákmóti Reykjavíkur sem haldið var í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sæmundur var langt frá því að vera stigahæsti keppandinn á mótinu en með því að sigra nokkra sterkari andstæðinga stóð Sæmundur upp að lokum sem verðskuldaður sigurvegari. Sæmundur hefur unnið til margra verðlauna í skákinni og mætt reglulega á allar skákæfingar Fjölnis sl. vetur auk þess að keppa með skákdeildinni á Íslandsmótum með…

26.02 2018 | Skák LESA MEIRA

Oliver Aron Norðurlandameistari í skák á 30 ára afmælisdegi Fjölnis

Hinn tvítugi og efnilegi skákmeistari Fjölnis, Oliver Aron Jóhannesson varð í dag Norðurlandameistari 20 ára og yngri í skólaskák. Norðurlandamótið var að þessu sinni haldið í Finnlandi. Oliver Aron var fjórði stigahæsti skákmaðurinn í A flokki en lét það engu skipta, tefldi af miklu öryggi og endaði mótið á 30 ára afmælisdegi Fjölnis með tveimur glæsilegum sigurskákum. A flokkurinn var afar jafn og fyrir síðustu umferðina voru fjórir skákmenn jafnir með 3,5 vinninga. Oliver Aron náði strax góðri stöðu gegn sænskum…

11.02 2018 | Skák LESA MEIRA

Þátttökusprengja á TORG skákmótinu

Það voru hvorki fleiri né færri en 119 grunnskólakrakkar sem skráðu sig til leiks á TORG skákmót Skákdeildar Fjölnis sem haldið var í Rimaskóla á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, Skákdegi íslands. Afmælisbarnið sjálft, fyrsti stórmeistari Íslands og goðsögn í alþjóðlegri skáksögu mætti sem heiðursgestur á mótið og var honum vel fagnað með afmælissöng og löngu lófaklappi. Þátttakendafjöldinn og þær góðu viðtökur sem Friðrik fékk frá krökkunum snertu hann og fylltu hann stolti. Fjölnismenn áttu alls ekki von á öllum þessum fjölda þátttakenda en…

29.01 2018 | Skák LESA MEIRA

Taktu þátt í skákdeginum - TORG mót Fjölnis í Rimaskóla

Skákdeild Fjölnis heldur sitt árlega TORG skákmót í Rimaskóla á Skákdegi Íslands föstudag 26. janúar kl. 15 - 17. Allir grunnskólanemendur í Grafarvogi geta tekið þátt í mótinu. Afmælisbarn dagsins, Friðrik Ólafsson stórmeistari, mætir og leikur 1. leikinn. Alls 40 glæsileg verðlaun og ókeypis veitingar. Fjölnismenn halda flottasta skákmótið. Mætið tímanlega til skráningar í hátíðarsal Rimaskóla á neðri hæð. 

25.01 2018 | Skák LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis verður haldið 26. janúar á Skákdegi Íslands – Ókeypis þátttaka

Skákdeild Fjölnis hefur staðið fyrir afar glæsilegu TORG – skákmóti, hvert ár síðan 2004. Þetta er eitt allra vinsælasta barna-og unglingaskákmót landsins og er ætlað öllum áhugasömum grunnskólanemendum í Grafravogi og á landinu öllu. Teflt er um verðlaunagripi og 30 verðlaun eða happadrættisvinninga. Teflt er í hátíðarsal Rimaskóla og hefst skákmótið kl. 15:00 föstudaginn 26. janúar og lýkur sama dag um kl 17:00. Skráning á staðnum og því heppilegt að allir keppendur mæti korteri fyrir keppni. TORG skákmótið ber að…

19.01 2018 | Skák LESA MEIRA

TORG skákmót Fjölnis verður haldið næsta föstudag Skákdegi Íslands – Ókeypis þátttaka

Skákdeild Fjölnis hefur staðið fyrir afar glæsilegu TORG – skákmóti, hvert ár síðan 2004. Þetta er eitt allra vinsælasta barna-og unglingaskákmót landsins og er ætlað öllum áhugasömum grunnskólanemendum í Grafravogi og á landinu öllu. Teflt er um verðlaunagripi og 30 verðlaun eða happadrættisvinninga. Teflt er í hátíðarsal Rimaskóla og hefst skákmótið kl. 15:00 föstudaginn 26. janúar og lýkur sama dag um kl 17:00. Skráning á staðnum og því heppilegt að allir keppendur mæti korteri fyrir keppni. TORG skákmótið ber að…

19.01 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis hefjast á morgun miðvikudag

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hefjast að nýju eftir jólaleyfi á morgun 10. janúar. Æfingarnar hefjast kl. 16:30 og þeim lýkur kl. 18:00. Æfingarnar fara fram í tómstundaherbergi Rimaskóla og er þá gengið inn um íþróttahús. Keppni, æfingar, verðlaun og veitingar. Ætlast er til að þeir sem sækja skákæfingarnar hafi náð valdi á byrjunaratriðum  skáklistarinnar og kunni mannganginn. Leiðbeinendur og stjórnendur æfinganna verða þeir Helgi, Leó og Jóhann Arnar. Æfingarnar eru ókeypis og eingöngu ætlast til þess að þátttakendur sinni skákinni…

09.01 2018 | Skák LESA MEIRA

Fullt hús á Fjölnis - skákæfingu

Það var mikið um dýrðir og fjölmenni eftir því á jólaskákæfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru það hjónin Valgerður og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok æfingar gáfu þau hverjum þátttakanda velfylltan gjafapoka með allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerðu mikla lukku. Allir þátttakendur tóku þátt í skákmóti, fimm umferðum, og var virkilega tekist á við taflborðið og barist um hvern vinning. Virðingin gegn andstæðingnum…

14.12 2017 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.