Skák | FRÉTTIR

Fullt hús á Fjölnis - skákæfingu

Það var mikið um dýrðir og fjölmenni eftir því á jólaskákæfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru það hjónin Valgerður og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok æfingar gáfu þau hverjum þátttakanda velfylltan gjafapoka með allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerðu mikla lukku. Allir þátttakendur tóku þátt í skákmóti, fimm umferðum, og var virkilega tekist á við taflborðið og barist um hvern vinning. Virðingin gegn andstæðingnum…

14.12 2017 | Skák LESA MEIRA

Góður árangur Fjölniskrakka á skóla-og unglingamótum í skák

Nemendur Rimaskóla, drengir og stúlkur, gerðu það gott á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur þegar 5 skáksveitir skólans unnu til verðaluna í aldursflokkum 1. – 4. bekkur og 5. – 7. bekkur. Rimaskólastúlkur sigruðu örugglega í báðum stúlknaflokkunum og drengirnir í 5. – 7. bekk héldu forustunni í opna flokknum á mótinu frá upphafi til enda. Tvær aðrar skáksveitir skólans hlutu bronssæti og unnu til verðlauna. Allir þessir krakkar æfa skák í Rimaskóla og með Skákdeild Fjölnis á miðvikudögum. Á Íslandsmóti unglingasveita…

12.12 2017 | Skák LESA MEIRA

Góður árangur Fjölniskrakka á skóla-og unglingamótum í skák

Nemendur Rimaskóla, drengir og stúlkur, gerðu það gott á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur þegar 5 skáksveitir skólans unnu til verðaluna í aldursflokkum 1. – 4. bekkur og 5. – 7. bekkur. Rimaskólastúlkur sigruðu örugglega í báðum stúlknaflokkunum og drengirnir í 5. – 7. bekk héldu forustunni í opna flokknum á mótinu frá upphafi til enda. Tvær aðrar skáksveitir skólans hlutu bronssæti og unnu til verðlauna. Allir þessir krakkar æfa skák í Rimaskóla og með Skákdeild Fjölnis á miðvikudögum. Á Íslandsmóti unglingasveita…

11.12 2017 | Skák LESA MEIRA

Heimsmeistarinn og Evrópumeistarinn gengu til liðs við skákdeildina í sumar

Í sumar gengu tveir ungir og afar efnilegir skákmenn til liðs við Skákdeild Fjölnis. Þetta eru þeir Aryan Tari frá Noregi og Jesper Thybo frá Danmörku. Þessir strákar sem eru 18 og 19 ára gamlir eru í góðu vinfengi við okkar efnilegustu skákmenn, Dag Ragnarsson, Jón Trausta Harðarson og Oliver Aron Jóhannesarson sem hafa allir getið sér gott orð fyrir frábæra frammistöðu með skákliðum Rimaskóla og Fjölnis. Það merkilega gerðist í framhaldi inngöngu þeirra í sveit Fjölnis að Jesper Thybo…

11.12 2017 | Skák LESA MEIRA

Góður árangur skákdeildar Fjölnis á EM í Tyrklandi

Fyrstu þátttöku Fjölnisliðs á Evrópumeistaramóti lauk með góðum árangri skáksveitar Fjölnis í lokaumferðinni í Antalya í Tyrklandi. Skákdeild Fjölnis náði jafntefli við sterka lettneska skáksveit 3 - 3 í lokaumferðinni. Fjölnissveitin lenti í 20. sæti mótsins af 36. Mesta athygli vakti frammistaða Davíðs Kjartanssonar sem vann fjórar síðustu skákir sínar og tryggði sér þriðja áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Davíð er nú kominn með rúmlega 2400 stig. Næsta verkefni A sveitar Fjölnis er þátttaka á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla dagana 19. -…

18.10 2017 | Skák LESA MEIRA

Stórsigur Fjölnismanna á sveit Kosovo

Svo skemmtilega vildi til í gær 9. okt. að við taflborðin á EM skákfélaga í Tyrklandi áttust við Skákdeild Fjölnis og taflfélag frá Kosovo. Líkt og á Laugardalsvelli vannst íslenskur stórsigur því að Skákdeild Fjölnis með Héðin Steingrímsson stórmeistara í fararbroddi vann 5,5 - 0,5. Sigurinn reyndist miklu stærri en reiknað var með og fyrsti sigur Umf Fjölnis í Evrópukeppni í hópíþrótt staðreynd. Í dag tefla Fjölnismenn við sterka skáksveit frá Ísrael.  

10.10 2017 | Skák LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis tekur þátt í Evrópumóti skákfélaga - Mætir rússneskri ofursveit í 1. umferð

Það er viðburðardagur í 30 ára sögu Fjölnis í dag 8. október þegar lið félagsins í hópíþrótt tekur í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Skákdeild Fjölnis er sú fyrsta sem fær þáttökurétt á Evrópumót félagsliða en mótið fer fram í Antalya í Tyrklandi. Af 36 skáksveitum er skáksveit Fjölnis í 19. sæti miðað við styrkleika. Og það er engin smá byrjun sem skáksveitinni mætir, því að í 1. umferð mæta Fjölnismenn sterkustu skáksveit mótsins, Globus frá Rússlandi með þá Kramnik, Karjakin…

08.10 2017 | Skák LESA MEIRA

Þrettán ungmenni stóðu sig vel á Västerås Open 2017 - Batel stökk upp stigalistann

Skákdeild Fjölnis og Rimaskóli efndu til ungmennaferðar til Västerås í Svíþjóð til þátttöku í hinu vinsæla helgarskákmóti Våsterås Open 2017. Mótið mun vera eitt fjölmennasta alþjóðlega skákmót Norðurlanda ár hvert. Skákdeildin hefur verið iðin við að bjóða efnilegum og áhugasömum skákungmennum á þennan árlega viðburð og hafa þau undantekningarlítið náð ágætis árangri og stigasöfnun. Ennþá er það minnisstætt þegar Nansý Davíðsdóttir vann stigalægri riðilinn örugglega árið 2012, þá aðeins 10 ára gömul. Hún var að taka þátt í sínu fjórða Västeråsmóti í ár. Að…

03.10 2017 | Skák LESA MEIRA

Fullt að gerast hjá Skákdeild Fjölnis

Fjölbreytt og framsækin viðfangsefni í vetrarstarfi Fjölnis MIÐVIKUDAGSÆFINGAR Skákdeild Fjölnis hóf vetrarstarfið með fjölmennri skákæfingu miðvikudaginn 13. september í tómstundasal Rimaskóla. Á fyrstu æfinguna mættu 34 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi og fylltu salinn af áhugasömum og efnilegum drengjum og stúlkum. Á hverri æfingu er boðið upp á skákkennslu og skákmót undir kjörorðunum „Skák er skemmtileg“. Það vakti athygli á fyrstu æfingunni að í hópi 10 verðlaunahafa var jafnt kynjahlutfall í hópnum. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilega æfingu enda veitt 15…

16.09 2017 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar ókeypis alla miðvikudaga kl. 16:30

Hinar visælu skákæfingar Fjölnis verða á dagskrá alla miðvikudaga í vetur og fara fram í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta æfingartímans. Veitingar eru í boði í skákhléi og í lok hverrar æfingar er verðlaunaafhending og happadrætti. Skák er…

08.09 2017 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.