Skák | FRÉTTIR

Dagur Ragnarsson í 1. - 2. sæti alþjóðlegu skákmóti í Svíþjóð

Hinn 21 árs gamli Dagur Ragnarsson (2249) skákmeistari Fjölnis vann það afrek á alþjóðlega skákmótinu Västerås Open að ná 1.-2. sæti mótsins. Dagur vann 7 skákir af 8. Aðeins Pia Cramling fv. heimsmeistari kvenna náði að leggja Dag að velli. Það var stórmeistarinn Yuri Solodovnichenko (2554) sem deildi 1. sætinu með Degi en alls voru keppendur 180 í Opnum flokki. Dagur fékk hagstæð peningaverðlaun fyrir frammistöðuna og hækkar á stigum um 47 stig. Þetta er ábyggilega besta frammistaða íslensks skákmanns á…

03.10 2018 | Skák LESA MEIRA

Skólameistarinn sigraði á fyrstu æfingu Fjölnis

Arnór Gunnlaugsson skákmeistari Rimaskóla sigraði á fyrstu skákæfingu Fjölnis. Í stúlknaflokki vann Sara Sólveig spennandi mót átta stúlkna sem allar sýndu góða takta við taflborðið. Skákæfingarnar verða haldnar á fimmtudögum í vetur frá kl. 16:30 - 18:00, þær eru ókeypis og ætlaðar krökkum sem kunna mannganginn og eru farin að tefla sér til ánægju. Skák er skemmtileg eru einmitt einkunnarorð skákdeildarinnar. Í skákhléi var boðið upp á skúffuköku og í lokin var að venju áhugaverð verðlaunaafhending eftir jafna og spennandi…

18.09 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis færast yfir á fimmtudaga

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju 13. september og verða æfingarnar á dagskrá alla fimmtudaga í vetur í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Æfingatíminn færist nú á milli daga en undanfarin ár hafa Fjölniskrakkar æft á miðvikudögum. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta…

04.09 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis færast yfir á fimmtudaga

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju 13. september og verða æfingarnar á dagskrá alla fimmtudaga í vetur í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Æfingatíminn færist nú á milli daga en undanfarin ár hafa Fjölniskrakkar æft á miðvikudögum. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta…

04.09 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra afhenti Helga Árnasyni formanni Skákdeildar Fjölnis 500.000 kr styrk úr Jafnréttissjóði Íslands við formlega athöfn á Hótel Borg á kvenréttindadeginum 19. júní. Verkefni skákdeildarinnar nefnist „Sterkar skákkonur“ og er ætlað að styðja enn frekar metnaðarfullt og fjölbreytt skákstarf stúlkna á aldrinum 6 – 26 ára innan Skákdeildar Fjölnis. Skákdeildin hlaut þessa viðurkenningu líka í fyrra og nýtti þá styrkinn til að senda sjö efnilegar skákstúlkur á alþjóðlegt skákmót í Västerås í Svíþjóð.  Skákdeild Fjölnis hyggst nýta…

20.06 2018 | Skák LESA MEIRA

Nansý valin í landslið Íslands á Ólympíuskákmótið í haust

Norðurlandameistari stúlkna, hin 16 ára Nansý Davíðsdóttir í Skákdeild Fjölnis, mun keppa með landsliði Íslands í kvennaflokki á Ólympíuskákmótinu í Batumi í Georgíu sem fram fer 24. september – 5. október n.k. Björn Ívar Karlsson, landsliðþjálfari, er liðsstjóri og valdi liðið. Lenka Ptácníková (2230)  Guðlaug Þorsteinsdóttir (1983)  NANSÝ DAVÍÐSDÓTTIR (1945)  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1900)  Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1721) Nansý er að tefla á sínu fyrsta Ólympíuskákmóti en allir hinar fjórar eru þrautreyndar landsliðskonur. Myndin af Nansý var tekin á Reykjavíkurskákmótinu 2012. 

20.06 2018 | Skák LESA MEIRA

Afreks-og æfingameistarar skákdeildar 2017 - 2018

Á fjölmennu sumarskákmóti Fjölnis í lok apríl var kunngjört um hvaða skákkrakkar hef'ðu verið valdir sem afreks-og æfingameistari skákdeildarinnar í vetur. Sara Sólveig Lis, Íslands-og Reykjavíkurmeistari með stúlkunum í Rimaskóla var tilnefnd afreksmeistari og Ríkharður Skorri Ragnarsson, einn af mörgum sterkum skákkrökkum f. 2005 í Rimaskóla var valinn æfingameistari fyrir frábæra æfingsókn og frammistöðu. Bæði fengu þau afhenda verðlaunagripi sem Rótarýklúbbur Grafarvogs færði þeim að gjöf. 

04.05 2018 | Skák LESA MEIRA

Vetrarstarfi skákdeildar lauk með sumarskákmóti

Sumarskákmót Fjölnis og uppskeruhátíð vetrarstarfsins var á dagskrá skákdeildarinnar laugardaginn 28. apríl. Sumarskákmótið var fjölmennt að vanda enda mörg áhugaverð verðlaun og verðlaunagripir í boði. Auk æfingafélaga í Fjölni mættu margir af sterkustu skákkrökkum landsins á grunnskólaaldri til leiks á Sumarskákmótið, sér til skemmtunar og til að næla sér í góð verðlaun. Mótið gekk afar vel fyrir sig undir stjórn þeirra félaga Helga formanns skákdeildar Fjölnis og Kristjáns Arnar skákfrömuðar. Tefldar voru sex umferðir og mótið var því jafnt og spennandi allan tímann. Rótarýklúbbur Grafarvogs var að…

02.05 2018 | Skák LESA MEIRA

Nansý Norðurlandameistari stúlkna

Nansý Davíðsdóttir nemandi í 10-RI varð Norðulandameistari stúlkna skák á æsispennandi móti sem háð var í Borgarnesi um helgina. Nansý var fyrirfram stigahæst í sínum flokki og byrjaði mótið með látum. Nansý lagði norska stúlku í 1. umferð með glæsilegri vel skák. Hún tapaði fyrir finnskri stúlku í 2. umferð og var eftir það lengst af í 2. sæti mótsins. Í síðustu umferð þurfti allt að ganga upp fyrir Nansý, hún að vinna og treysta á að danska stúlkan í efsta sæti tapaði…

30.04 2018 | Skák LESA MEIRA

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla á laugardag

Næstkomandi laugardag, 28. apríl,  verður hið árlega Sumarskákmót Fjölnis haldið í hátíðarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur með glæsilegri verðlaunahátíð kl. 13:15. Mætið tímanlega til skráningar. Að venju er mótið hið glæsilegasta og mikill fjöldi áhugaverðra vinninga í boði. Tíu gjafabréf frá Dominos, Fimm gjafabréf í SAM-bíóin og fimm af flottustu húfunum frá 66°N. Rótarýklúbbur Grafarvogs er að venju styrktaraðili sumarskákmótsins og gefur klúbburinn eignarbikara til sigurvegara í eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki. Tilkynnt verður kjör Skákdeildar…

23.04 2018 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.