Skák | FRÉTTIR

Fullt hús á TORG skákmóti Fjölnis

Það mættu 80 efnilegir skákkrakkar á öllum grunnskólaaldri á TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla á Skákdegi Íslands 2019. Tefldar voru sex umferðir og keppnin jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Verðlaunað var í þremur flokkum; eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki. Sigurvegarinn reyndist vera Kristján Dagur Jónsson TR sem hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Sara Sólveig Lis skákdeild Fjölnis sigraði í stúlknaflokki. Meðal efstu manna á mótinu voru Fjölnis strákarnir Joshua Davíðsson, Arnór Gunnlaugsson og Anton Breki Óskarsson, bekkjarbræður í Rimaskóla, allir með…

28.01 2019 | Skák LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis býður grunnskólakrökkum á glæsilegt skákmót í Rimaskóla

TORG skákmót Fjölnis verður haldið á Skákdegi Íslands 26. janúar, afmælisdegi Friðriks Ólafssonar  Ókeypis þátttaka - ókeypis veitingar - 40 verðlaun TORG skákmót Fjölnis verður haldið í 14. sinn og hefst kl. 11:00 laugardaginn 26. janúar í Rimaskóla Grafarvogi og lýkur kl. 13:15. Þetta er tilvalið skákmót fyrir alla áhugasama skákkrakka í Grafravogi.  TORG skákmótið er einkar vinsælt og opið öllum grunnskólakrökkum. Tefldar 6 umferðir. Það eru Hagkaup Spönginni, Emmess ís, Disney, Pizzan, Bókabúð Grafravogs, CoCo´s, RS blóm, fyrirtækin á Torginu Hverafold, sem gefa allt að 40…

16.01 2019 | Skák LESA MEIRA

Skákæfingar hefjast á nýju ári

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast á nýju ári fimmtudaginn 10. janúar. Æfingarnar eru í boði alla fimmtudaga í Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Ókeypis þátttaka. Æfingarnar eru ætlaðar grunnskólakrökkum sem hafa náð grunnatriðum skáklistarinnar, þekkja mannganginn og auðveldustu byrjanir. Keppni og kennsla - verðlaun og veitingar . 

08.01 2019 | Skák LESA MEIRA

Dagur Ragnarsson í 1. - 2. sæti alþjóðlegu skákmóti í Kanada

Dagur Ragnarsson (2327) náði sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum skákmeistaratitli með frábærri frammistöðu á alþjóðlegu skákmóti í Montreal í Kanada sem lauk í gær.  Dagur hlaut 6½ vinning í 9 skákum. Dagur byrjaði afar vel og hafði 3½ vinning eftir 4 umferðir. Jafntefli gerði hann í 5.-8. umferð þar sem hann var oft á tíðum afar nærri því að vinna skákirnar. Sigur í lokaumferðinni á móti kanadíska FIDE-meistaranum Mike Ivanov (2251) tryggði honum áfangann. Frammistaða Dags samsvaraði 2467 skákstigum og hækkar hann um…

07.01 2019 | Skák LESA MEIRA

Fjölmennt á jólaskákæfingunni

Jólaskákæfing Fjölnis var fjölmenn enda margt í boði fyrir utan taflmennskuna. Fjörutíu Grafravogskrakkar mættu til leiks og tefldu fimm umferða skákmót. Í skákhléi var boðið upp á góðar veitingar og ávaxtadjús. Einbeiting og virðing eru þau tvö orð sem við höfum valið skákæfingunum að undanförnu og þessi tvö orð svínvirka. Eftir jafnt og spennandi skákmót voru allir krakkarnir leystir út með jóla-nammipoka. Þau hjónin og Grafarvogsbúarnir Steini og Vala borgarfulltrúi hafa undanfarin ár séð um jólaglaðning á jólaskákæfingum og hafa…

17.12 2018 | Skák LESA MEIRA

Íslandsmót unglingasveita. Kornung C - sveit vann gullið

Á Íslandsmóti unglingasveita í skák 2018 sem nýverið var haldið í Garðaskóla í Garðabæ kom C sveit Fjölnis skemmtilega á óvart með því að ná bestum árangri allra C sveita á mótinu. Í skáksveitinni eru mjög ungir krakkar sem eiga það sameiginlegt að mæta nær undantekningarlaust á allar skákæfingar Fjölnis á fimmtudögum. Sú yngsta í skáksveitinni heitir Emilía Embla og er aðeins 6 ára  gömul. Hún hlaut 5 vinninga í 7 skákum. Í skáksveitinni eru þau Sindri Snær Rimaskóla, Eiríkur…

11.12 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis leiðir Íslandsmót skákfélaga

Skákdeild Fjölnis er í forystu á Íslandsmóti skákfélaga eftir fimm umferðir af níu. Framúrskarandi frammistaða Fjölnismanna kom mjög á á óvart enda skáksveitin í 4. sæti eftir styrkleikalista. Enginn gat séð þetta fyrir enda þótt Fjölnir hafi unnið til bronsverðlauna sl. tvö ár. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna. Sveitin er yngsta skáksveitin á mótinu með helming liðsmanna um tvítugt. Síðari hluti Íslandsmótsins fer fram helgina 28. feb - 2. mars 2019. Í þessari fræknu skáksveit eru Jesper Thybo…

12.11 2018 | Skák LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis byrjar best allra liða í 1. deild

Skákdeild Fjölnis byrjar best allra liða í 1. deild á Íslandsmóti skákfélaga. Í annarri umferð náði félagið öðrum frábærum úrslitum þegar Fjölnir vann 6½-1½ stórsigur á Skákfélagi Akureyrar. Fjölnir hefur 14 vinninga eftir 16 skákir. Ótrúleg byrjun og Grafarvogsbúar með enn eitt skákævintýrið. Teflt í Rimaskóla um helgina og allir velkomnir sem vilja fylgjast með þessari miklu skákhátíð. Um 400 skákmenn að tafli. 

10.11 2018 | Skák LESA MEIRA

A sveit Fjölnis með forystu eftir 1. umferð

Íslandsmót skákfélaga 2018 - 2019 hófst 8. nóv. í hátíðarsal Rimaskóla með keppni í 1. deild. A sveit Fjölnis hóf keppni með látum og vann í 1. umferð lið Hugins 7,5 - 0,5. Í 1. deild tefla 10 bestu skáksveitir landsins og Fjölnismenn byrja á toppnum. Skáksveit Fjölnis skipa að hálfu tvítugir drengir, þrír fyrrverandi meistarar Rimaskóla; Dagur, Oliver Aron og Jón Trausti og danskur vinur þeirra Jesper Thybo, Evrópumeistari U18 árið 2017. Til viðbótar eru í A sveitinni reyndir skákmenn sem…

08.11 2018 | Skák LESA MEIRA

Fullt hús á Halloween-skákæfingu

Rúmlega 40 áhugasamir skákkrakkar mættu á "Halloween" skákæfingu Fjölnis í Rimaskóla. Teflt var í tveimur flokkum og hörð barátta um eftirsótt verðlaunasæti allan tímann. Í skákhléi var skákkrökkunum boðið upp á gómsæta skúffuköku og í lok æfingar fengu allir þátttakendur gjöf frá tarantúlunni Kollu. Kolla mætir árlega á Halloweenæfingu Fjölnis og gerir allt til þess að bregða krökkunum í upphafi æfingar. Skákæfingar Fjölnis eru fjölsóttar enda skákin skemmtileg. 

26.10 2018 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.