Skák | FRÉTTIR

Fjórir Fjölnismenn kepptu í landsliðsflokki í skák

Keppni í landsliðsflokki í skák 2017 er nýlokið. Það er áhugavert fyrir Grafarvogsbúa að átta sig á því að 4 af 10 keppendum landsliðsflokks voru liðsmenn Fjölnis sem aldrei hefur gerst áður. Það sem meira er þá urðu þessir fjórir skákmeistarar í 6 efstu sætunum. Stórmeistarinn okkar, Héðinn Steingrímsson, þrefaldur Íslandsmeistari átti mjög gott mót og vann 7 af fyrstu 8 skákunum sínum. Í lokaumferð tapaði hann fyrir Guðmundi Kjartanssyni einum efnilegasta skákmanni Íslands og varð að gera sér annað sætið að góðu með 7,5…

24.05 2017 | Skák LESA MEIRA

Afreks-og æfingameistarar skákdeildar Fjölnis 2016 - 2017

Á hinu fjölmenna og glæsilega Sumarskákmóti Fjölnis á Barnamenningarhátíð var tilkynnt um hvaða skákmenn væru útnefndir afreksmeistari og æfingameistari skákdeildarinnar á skákæfingum vetrarins sem nú er lokið. Þetta er árlegur viðburður hjá skákdeildinni. Margir tilnefndir en aðeins tveir útnefndir. Afreksmeistari æfingatímabilið 2016 - 2017 er Arnór Gunnlaugsson 6. bekk Rimaskóla sem tefldi til úrslita á Barnablitz skákmótinu í Hörpunni og fékk borðaverðlaun á Íslandsmóti grunnskólasveita 2017. Æfingameistari skákdeildarinnar er Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 6. bekk Foldaskóla sem er núverandi Íslandsmeistari stúlkna,…

03.05 2017 | Skák LESA MEIRA

Fjölmennt á Sumarskákmóti Fjölnis í Rimaskóla

Rúmlega 50 grunnskólakrakkar mættu á Sumarskákmót Fjölnis 2017 sem er líkt og síðastliðin ár einn af viðburðum Barnamenningarhátíðar Reykjavíkurborgar. Mótið fór fram í hátíðarsal Rimaskóla. Efnilegasti skákmaður Íslands, hinn 14 ára Vignir Vatnar Stefánsson Hörðuvallaskóla og TR stóð einn uppi sem sigurvegari  með 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Hann hlaut glæsilegan eignarbikar frá Rótarýklúbb Grafravogs. Þau Benedikt Þórisson sigurvegari yngri flokks og Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir Fjölni sigurvegari stúlknaflokks hlutu einnig Rótarýbikara fyrir árangurinn. Sumarskákmótið var vel mannað að vanda.…

29.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla næsta laugardag

Vinsælasta sumarskákmót ársins er framundan, Sumarskákmót Fjölnis, skákviðburður á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur. Í Rimaskóla laugardaginn 29. apríl kl. 11:00 - 13:30. Eignabikarar frá Rótarýklúbb Grafarvogs, 20 verðlaun í boði Barnamenningarhátíðar, pítsur og SAM-bíómiðar. Veitingar í skákhléi og ekkert þátttökugjald. Fögnum sumrinu Grafarvogskrakkar á skemmtilegu skákmóti. Skráning á staðnum í hátíðarsal Rimaskóla. Skák er skemmtileg.

22.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Fullt út úr dyrum á páskaskákæfingu Fjölnis.

Það var aldeilis líf í tuskunum á páskaskákæfingu Fjölnis sem um leið var keppni um tvö laus sæti á úrslitakeppni Barnablitz 2017. Barnablitzið er eftirsóknarverður hliðarviðburður á Reykjavík Open í Hörpunni og fer úrslitakeppnin fram sunnudaginn 23. apríl. Páskaskákæfingin stóð undir nafni því að allir þátttakendur fengu að gjöf páskaegg og flest verðlaun voru líka páskaegg. Það voru rúmlega 40 börn á aldrinum 6 – 16 ára sem sóttu æfinguna og var þeim skipt upp í þrjá hópa. Mest var undir…

06.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Sturlubúðir – Skákbúðir Fjölnis að Úlfljótsvatni

Skákdeild Fjölnis efndi til skákbúða í 6. sinn fyrir áhugasömustu skákkrakka deildarinnar á aldrinum 9 – 16 ára. Að þessu sinni var boðið upp á dvöl að Úlfljótsvatni dagana 1. og 2. apríl. Að venju var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Á milli tveggja tíma skákkennslutíma nutu þátttakendur útileikjasvæðis Úlfljótsvatns sem býður upp á fjölbreytta afþreyginu. Ekki skemmdi það fyrir að veðrið lék við Fjölniskrakka á laugardegi. Rúmlega 20 krakkar nýttu sér boð í skákbúðirnar sem nefnast Sturlubúðir í höfuðið á…

03.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Páskaæfing skákdeildar á miðvikudaginn kl. 16:30

Síðasta skákæfing  FJÖLNIS fyrir páska verður miðvikudaginn 5. apríl á hefðbundnum tíma kl. 16:30 Undankeppni í Barnablitz. Teflt um tvö laus sæti í úrslitamóti BarnaBlitz sem er flottur hliðarviðburður í kringum Reykjavik Open, alþjóðlega skákmótið í Hörpunni sem hefst 19. apríl n.k. Skákmót fyrir þá sem ekki eru með í BarnaBlitz. Eitthvað fyrir alla Gengið inn um íþróttahús.   Ókeypis æfingar. Allir Þátttakendur fá lítið páskaegg og sex stærri páskaegg eru í verðlaun Markmið okkar er að hafa æfingarnar skemmtilegar…

03.04 2017 | Skák LESA MEIRA

Íslandsmót skákfélaga - Fjölnir vann sér rétt til þátttöku á EM

Fjölmennu Íslandsmóti skákfélaga lauk í Rimaskóla dagana 2. - 4. mars. Skákdeild Fjölnis er á stuttum tíma orðið eitt öflugasta skákfélag Íslands og sýndi það annað árið í röð með því á ná 3. sæti og bronsverðlaunin í 1. deild. Eftir fyrri hluta Íslandsmótsins voru Fjölnismenn með 1 vinnings forskot á næstu skáksveit í 3. sæti. Sú forusta styrktist í síðari hlutunum og var það ekki síst yngstu liðsmönnum deildarinnar að þakka, en þeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón…

07.03 2017 | Skák LESA MEIRA

Skákmót grunnskóla í Grafarvogi. B sveit Rimaskóla vann aftur

Rúmlega 60 nemendur kepptu f.h. sinna skóla á spennandi Miðgarðsmóti, skákmóti grunnskólanna í Grafarvogi. Sterkar sex manna skáksveitir mættu til leiks og mótið var jafnt og spennandi frá byrjun til enda. B sveit Rimaskóla vann líkt og í fyrra, hálfum vinningi á undan A sveit sama skóla. Skáksveit Kelduskóla hafnaði í 3. sæti. Miðgarðsmótið er samstarfsverkefni Skákdeildar Fjölnis, Þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs og Landsbankans. Glæsilegir bikarar, vinningar og veitingar.  Lokastaðan : Rimaskóli B   30,5     Rimaskóli A   30      …

24.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Oliver Aron í 2. sæti á NM í skólaskák

Hinn 19 ára gamli Fjölnismaður Oliver Aron Jóhannesson stóð sig frábærlega á NM í skólaskák þegar hann landaði 2. sæti í A flokki skákmótsins. Teflt er í 5 aldursflokkum á mótinu og þar tefla tveir stigahæstu skákmenn hvers lands í hverjum flokki. Í A flokknum, elsta flokknum, voru það tveir Fjölnismenn sem skipuðu sæti Íslands á mótinu. Hinn var Dagur Ragnarsson sem hlaut 4. sætið og var líkt og Oliver Aron í baráttunni um verðlaunasæti allt mótið. Þriðji Fjölnisskákmaðurinn sem…

21.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.