Skák | FRÉTTIR

08.11 2018

A sveit Fjölnis með forystu eftir 1. umferð

Íslandsmót skákfélaga 2018 - 2019 hófst 8. nóv. í hátíðarsal Rimaskóla með keppni í 1. deild. A sveit Fjölnis hóf keppni með látum og vann í 1. umferð lið Hugins 7,5 - 0,5. Í 1. deild tefla 10 bestu skáksveitir landsins og Fjölnismenn byrja á toppnum. Skáksveit Fjölnis skipa að hálfu tvítugir drengir, þrír fyrrverandi meistarar Rimaskóla; Dagur, Oliver Aron og Jón Trausti og danskur vinur þeirra Jesper Thybo, Evrópumeistari U18 árið 2017. Til viðbótar eru í A sveitinni reyndir skákmenn sem hafa haldið tryggð við Fjölnismenn í um áratug. Liðsstjóri er Helgi Árnason formaður skákdeildarinnar. Teflt verður áfram nú um helgina og þá hefst keppni í 2. , 3. og 4.deild. Fjölnir sendir 4 skáksveitir til leiks og eru yngstu "skákmeistararnir" 9 ára gamlir. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.