Skák | FRÉTTIR

03.10 2018

Dagur Ragnarsson í 1. - 2. sæti alþjóðlegu skákmóti í Svíþjóð

Hinn 21 árs gamli Dagur Ragnarsson (2249) skákmeistari Fjölnis vann það afrek á alþjóðlega skákmótinu Västerås Open að ná 1.-2. sæti mótsins. Dagur vann 7 skákir af 8. Aðeins Pia Cramling fv. heimsmeistari kvenna náði að leggja Dag að velli. Það var stórmeistarinn Yuri Solodovnichenko (2554) sem deildi 1. sætinu með Degi en alls voru keppendur 180 í Opnum flokki. Dagur fékk hagstæð peningaverðlaun fyrir frammistöðuna og hækkar á stigum um 47 stig. Þetta er ábyggilega besta frammistaða íslensks skákmanns á þessu ári enda á stórmeistarakvarða. Dagur fær verðlaun sín afhend á Íslandsmóti skákfélaga í nóvember en þar teflir hann í 1. deild með A sveit Fjölnis. Dagur leiddi í nokkur ár skáksveit Rimaskóla sem landaði ótal Norðurlanda-og Íslandsmeistaratitlum. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.