Skák | FRÉTTIR

16.03 2018

Fjölmenni á Miðgarðsmótinu. Strákarnir í 7. bekk sigruðu 3. árið í röð

A sveit Rimaskóla í skák sigraði á fjölmennu Miðgarðsmóti sem haldið var í hátíðarsal Rimaskóla 16. mars. Miðgarðsmótið er skákmót á milli grunnskólanna í Grafarvogi og að þessu sinni sendu 5 skólar alls 12 sveitir til leiks. Sigursveit Rimaskóla er skipuð 6 drengjum úr 7. bekk sem voru að landa sínum 3 sigri á þremur árum. Teflt var í tveimur 6 sveita riðlum og keppt um sæti í úrslitaeinvígi í lokin. A sveitin sigraði Unglingasveit Rimaskóla í lokaviðureign mótsins með fullu húsi. Nemendur 10. bekkjar skipuðu unglingasveitina, krakkar sem hafa ekki teflt reglulega í vetur en kunna sitt í skákinni og virðast engu hafa gleymt. Foldaskóli vann Kelduskóla í einvígi um 3. sætið, tvö jöfn lið nemenda á svipuðum aldri. Í 5. sæti varð síðan kornung B sveit Rimaskóla sem eingöngu er skipuð nemendum í 4. bekk. Það eru Miðgarður þjónustumiðstöð og Skákdeild Fjölnis sem halda skákskólamótið árlega og var þetta 13. árið í röð sem Miðgarðsmótið fer fram. Skákstjórar voru þau Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Sara Ósk verkefnisstjóri Miðgarðs ásamt liðstjórum frá skólunum sem hjálpuðu til. Boðið var upp á ávaxtadrykk og ávexti í skákhléi.

Fimm efstu skáksveitirnar fengu í verðlaun bíómiða í Sam-bíóin í boði Landsbankans. Þrjár efstu sveitirnar hlutu verðlaunapeninga, gull, silfur og brons.

Keppt er um vinninga og verðlaunagrip sem sigursveitin vinnur. Það hefur komið í hlut Rimaskóla að sigra mótið alveg frá upphafi.

Lokastaðan í riðlakeppninni.

 

Rimaskóli A sveit                      28 vinninga
Rimaskóli ungl.sveit                  25
Foldaskóli A sveit                     24,5
Kelduskóli                                 21
Rimaskóli B sveit                      20,5
Rimaskóli C (stúlkur) sveit        18
Húsaskóli A                               13
Rimaskóli D sveit                       9
Foldaskóli B sveit                      8
Húsaskóli B sveit                       6
Vættaskóli                                  5
Húsaskóli C sveit                       2

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.