Skák | FRÉTTIR

07.03 2018

Flott frammistaða Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga

A sveit Fjölnis hreppti 3. sæti í 1. deild þriðja árið í röð og um leið þátttökurétt á Evrópumóti skákfélaga 2018. B sveitin varð í 2. sæti í 3. deild og flaug upp í 2. deild ásamt Víkingaklúbbnum . Skákdeild Fjölnis sendi þetta keppnisár þrjár skáksveitir til leiks, þar af eina ungmennasveit. A og B sveitir Grafarvogsbúa voru í ákjósanlegri stöðu eftir fyrri hluta mótsins, báðar í verðlaunasæti og B sveitin í 2. sæti, sem gefur rétt á að færast upp um deild. A sveitin hefur sl. þrjú ár verið afar "stapíl" bæði hvað varðar mannskap og árangur. Þeir erlendu félagar okkar sem áður hafa teflt fyrir Fjölnismenn, en hafa í rúmt ár verið sparaðir, voru kallaðir til leiks, Íslandsvinir með Fjölnishjarta sem slær í hverjum einstaka skákmeistara. Að þessu sinni tefldum við fram þremur útlendingum en spöruðum þess í stað stórmeistarann okkar Héðin sem náði 87,5 % árangri í fyrri hlutanum, og gefur aldrei tommu eftir þegar hann teflir fyrir Fjölnismenn.

Fjölnir notaði aðeins 26 skákmenn í þau 20 sæti sem þurfti í þrjár skáksveitir. Stöðugleikinn hjálpar að okkar mati. Í 1. deildinni gerðist það helst að Fjölnir hélt sínu 3. sæti frá fyrri hluta mótsins og bætti enn betur á forskotið eftir þrjá glæsilega sigra í þremur síðustu umferðunum. Átta skákmenn tefldu nær allar umferðirnar og börðust fyrir hverju stigi, allt fram í síðustu skák. Kallöðu oft á áhættu hjá þessum áhugaverðu skákmönnum, sem oftast tókst en gat líka endað með sáru tapi. Evrópumeistari 18 ára Jesper Thybo tefldi fyrir Fjölnismenn allar níu umferðirnar og leiddi sveitina með frábærum árangri síðari hlutann. Þessi félagi Dags og Olivers Arons er mikill fengur fyrir sveitina og ákaflega vinalegur í allri viðkynningu. Pontus Carlsson og Robert Ris eru sterkir skákmenn og sannir Íslandsvinir sem við Fjölnismenn sannreynum. Oliver Aron, nýbakaður Norðurlandameistari í skólaskák átti góða seríu í deildinni og er ásamt Degi Ragnarssyni helsti framtíðarlaukur uppaldra Fjölnismanna. Sigurbjörn Björnsson verkefnastjóri Fjölnis fyrir EM og fleiri viðburði tapaði bara einni skák og var með um 70% vinningshlutfall. Loks skal minnast á okkar einstaka "super sub" Tómas Björnsson sem til skiptis kom inn á í 1. eða 3. deild. Tómas er taplaus allt frá því hann gekk til liðs við Fjölni að nýju fyrir þremur árum og varð engin breyting á því nú.

B sveit Fjölnis missti 2. sætið eftir tap gegn Víkingasveitinni B á föstudagskvöld. Undirritaður liðstjóri bjó í framhaldinu til áætlun á 2. sætið sem hann kynnti liðsmönnum og gekk út þá einföldu lausn að vinna tvær síðustu seturnar og stefna á 8 vinninga þennan laugardag.

Þetta lét okkar unga B sveit ganga eftir og rúmlega það. BB- b sveitin var lögð með tæpasta mun en Fjölnismenn réttlættu 2. sætið og upp um deild með 6-0 sigri á SA C í lokaumferð.

B sveitin fær því annað tækifæri á að tefla í næstefstu deild. B sveitin er mikil fyrirmyndarsveit, skipuð ungmennum frá 16 ára aldri, nokkuð jafnt drengjum og stúlkum sem hafa frá upphafi teflt fyrir Fjölni. Krakkarnir hafa farið saman í keppnisferðir erlendis (Västerås) og flest teflt í sigursælum skáksveitum Rimaskóla. Varaformaðurinn okkar Erlingur Þorsteinsson er traustur í framlínunni og var með 100% árangur. Það afrekaði líka Dagur Andri Friðgeirsson sem þrátt fyrir miklar annir í námi heldur við hæfni sinni í skáklistinni. Það gladdi okkur líka mikið í sigurvímunni að snillingurinn Nansý Davíðsdóttir náði 2000 stiga múrnum með tveimur sigurskákum þennan laugardag. Hún á mikið inni enda ekki mikið teflt keppnisskákir að undanförnu.

Ungmennaliðið var skipað sjö grunnskólanemendum úr Rimaskóla og Foldaskóla sem halda merkjum sinna skóla á lofti. Joshua Davíðsson fer þarna fremstur og var með 75% vinningshlutfall á 1. borði sem telst býsna gott í þessari annars sterku deild.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.