Skák | FRÉTTIR

14.12 2017

Fullt hús á Fjölnis - skákæfingu

Það var mikið um dýrðir og fjölmenni eftir því á jólaskákæfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru það hjónin Valgerður og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok æfingar gáfu þau hverjum þátttakanda velfylltan gjafapoka með allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerðu mikla lukku. Allir þátttakendur tóku þátt í skákmóti, fimm umferðum, og var virkilega tekist á við taflborðið og barist um hvern vinning. Virðingin gegn andstæðingnum er alltaf frumskilyrði á Fjölnisæfingu. Handaband í upphafi og við endi hverrar skákar er til merkis um það. Skákæfingar Fjölnis hafa verið afar vel sóttar í vetur og „uppselt“ á hverja æfingu en miðað er við hámark 40 krakka. Leiðbeinendur á jólaskákæfingunni voru fjórir. Auk Helga Árnasonar formanns deildarinnar sem stýrði æfingunni voru það Leó Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir sem liðsinntu efnilegum og áhugasömum skákkrökkum. Á jólaæfingunni urðu í efstu sætum þeir Kristján Dagur, Arnór Gunnlaugsson, Bjarki Kröyer, Sæmundur Árnason, Eiríkur Emil Hákonarson og Aðalbjörn Kjartansson. Í stúlknaflokki var að finna marga verðlaunahafa frá Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur. Þar urðu í efstu sætum Ylfa Ýr, Embla Sólrún, og Sóley Kría. Ókeypis skákæfingar Fjölnis hefjast aftur á nýju ári. Þær eru haldnar alla miðvikudaga kl. 16:30 – 18:00 í Rimaskóla og er gengið um íþróttahús.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.