Skák | FRÉTTIR

18.10 2017

Góður árangur skákdeildar Fjölnis á EM í Tyrklandi

Fyrstu þátttöku Fjölnisliðs á Evrópumeistaramóti lauk með góðum árangri skáksveitar Fjölnis í lokaumferðinni í Antalya í Tyrklandi. Skákdeild Fjölnis náði jafntefli við sterka lettneska skáksveit 3 - 3 í lokaumferðinni. Fjölnissveitin lenti í 20. sæti mótsins af 36. Mesta athygli vakti frammistaða Davíðs Kjartanssonar sem vann fjórar síðustu skákir sínar og tryggði sér þriðja áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Davíð er nú kominn með rúmlega 2400 stig. Næsta verkefni A sveitar Fjölnis er þátttaka á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla dagana 19. - 22. okt. þar sem fyrri hluti mótsins verður háður. Á fjórða hundrað skákmanna sitja að tafli í Rimaskóla um helgina og keppt verður í fjórum deildum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.