Skák | FRÉTTIR

17.11 2015

Heimsækið Höllina og fylgist með EM landsliða í skák

Það verður sannkölluð skákveisla í Laugardalshöll fram á sunnudag. Evrópumót landsliða er einstakur viðburður. Af 20 stigahæstu skákmönnum heims sitja 10 þeirra að tafli í Höllinni og þar fer fremstur í flokki heimsmeistarinn ungi, Norðmaðurinn Magnus Carlsen. Skákdeild Fjölnis hvetur alla Grafravogsbúa til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og heimsækja mótsstaðinn a.m.k.í eitt skipti og fylgjast með glæsilegum skákviðureignum. Það ánægjulega við Evrópumeistaramótið er að tveir skákmenn frá Fjölni eiga sæti í landsliðum Íslands. Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson teflir á 2. borði og Hrund Hauksdóttir á 4. borði í kvennasveitinni. Þau eru bæði búin að standa fyrir sínu. Hrund er aðeins 19 ára, fyrrum Norðurlandameistari með sveit Rimaskóla eins og Hjörvar Steinn Grétarsson sem teflir á 3 borði Íslands en Hjörvar Steinn tefldi og var liðsstjóri Rimaskóla á árunum 2003 - 2013 þegar skólinn vann Norðurlandameistaratitil grunnskóla í sex skipti. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.