Skák | FRÉTTIR

11.12 2017

Heimsmeistarinn og Evrópumeistarinn gengu til liðs við skákdeildina í sumar

Í sumar gengu tveir ungir og afar efnilegir skákmenn til liðs við Skákdeild Fjölnis. Þetta eru þeir Aryan Tari frá Noregi og Jesper Thybo frá Danmörku. Þessir strákar sem eru 18 og 19 ára gamlir eru í góðu vinfengi við okkar efnilegustu skákmenn, Dag Ragnarsson, Jón Trausta Harðarson og Oliver Aron Jóhannesarson sem hafa allir getið sér gott orð fyrir frábæra frammistöðu með skákliðum Rimaskóla og Fjölnis. Það merkilega gerðist í framhaldi inngöngu þeirra í sveit Fjölnis að Jesper Thybo tryggði sér Evrópumeistaratitil 18 ára og yngri í september og stuttu síðar gerði Aryan Tari enn betur og varð heimsmeistari 20 ára og yngri. Jesper Thybo tefldi með skáksveit Fjölnis á Íslandmóti félagsliða sem haldið var í Rimaskóla í október sl. og Aryan Tari bíður spenntur eftir því að fá að tefla með skákdeild Fjölnis í framtíðinni. Sá frábæri árangur sem nemendur Rimaskóla hafa náð í gengum árin er að skila sér beint eða óbeint til Skákdeildar Fjölnis með þessum frábæra liðsauka.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.