Skák | FRÉTTIR

30.04 2018

Nansý Norðurlandameistari stúlkna

Nansý Davíðsdóttir nemandi í 10-RI varð Norðulandameistari stúlkna skák á æsispennandi móti sem háð var í Borgarnesi um helgina. Nansý var fyrirfram stigahæst í sínum flokki og byrjaði mótið með látum. Nansý lagði norska stúlku í 1. umferð með glæsilegri vel skák. Hún tapaði fyrir finnskri stúlku í 2. umferð og var eftir það lengst af í 2. sæti mótsins. Í síðustu umferð þurfti allt að ganga upp fyrir Nansý, hún að vinna og treysta á að danska stúlkan í efsta sæti tapaði sinni skák. Það einmitt gerðist og Norðurlandameistaratitilinn í höfn. Fimm stúlkur urðu efstar og jafnar en Nansý tefldi erfiðasta prógrammið og varð því efst á stigum og vel að sigrinum komin. Þetta mun vera 7. NM titillinn sem Nansý nælir sér í. Hún varð þrívegis Norðurlandameistari með skáksveitum Rimaskóla og hefur nú í fjórða skipti landað NM stúlkna. Framtíðin er björt hjá Nansý. Hún á fjögur ár eftir á NM stúlkna og hefur fest sig í öruggum sessi í kvennalandsliði Íslands og ólympíusveit Íslands, 16 ára og yngri í skák sem keppir í haust í Georgíu og Grikklandi. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.