Skák | FRÉTTIR

09.01 2018

Skákæfingar Fjölnis hefjast á morgun miðvikudag

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hefjast að nýju eftir jólaleyfi á morgun 10. janúar. Æfingarnar hefjast kl. 16:30 og þeim lýkur kl. 18:00. Æfingarnar fara fram í tómstundaherbergi Rimaskóla og er þá gengið inn um íþróttahús. Keppni, æfingar, verðlaun og veitingar. Ætlast er til að þeir sem sækja skákæfingarnar hafi náð valdi á byrjunaratriðum  skáklistarinnar og kunni mannganginn. Leiðbeinendur og stjórnendur æfinganna verða þeir Helgi, Leó og Jóhann Arnar. Æfingarnar eru ókeypis og eingöngu ætlast til þess að þátttakendur sinni skákinni af alúð og haldi athyglinni allan tímann. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.