Skák | FRÉTTIR

08.09 2017

Skákæfingar ókeypis alla miðvikudaga kl. 16:30

Hinar visælu skákæfingar Fjölnis verða á dagskrá alla miðvikudaga í vetur og fara fram í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 - 18:00. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta æfingartímans. Veitingar eru í boði í skákhléi og í lok hverrar æfingar er verðlaunaafhending og happadrætti. Skák er skemmtileg eru kjörorð Skákdeildar Fjölnis og á það vel við því að æfingarnar hafa alltaf verið mjög vel sóttar öll þau 14 ár sem skákdeildin hefur starfað. Fjölniskrakkar, drengir og stúlkur, hafa í gegnum árin náð frábærum árangri í skák og hefur það sýnt sig best á öllum grunnskólamótum. Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis mun líkt og fyrri ár stjórna skákæfingunum ásamt aðstoðarmönnum úr hópi afrekskrakka frá fyrri árum. Munið: Ókeypis skákæfingar í Rimaskóla alla miðvikudaga kl. 16:30. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.