Skák | FRÉTTIR

20.06 2018

Skákdeild Fjölnis fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands

Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra afhenti Helga Árnasyni formanni Skákdeildar Fjölnis 500.000 kr styrk úr Jafnréttissjóði Íslands við formlega athöfn á Hótel Borg á kvenréttindadeginum 19. júní. Verkefni skákdeildarinnar nefnist „Sterkar skákkonur“ og er ætlað að styðja enn frekar metnaðarfullt og fjölbreytt skákstarf stúlkna á aldrinum 6 – 26 ára innan Skákdeildar Fjölnis. Skákdeildin hlaut þessa viðurkenningu líka í fyrra og nýtti þá styrkinn til að senda sjö efnilegar skákstúlkur á alþjóðlegt skákmót í Västerås í Svíþjóð.  Skákdeild Fjölnis hyggst nýta hinn glæsilega styrk frá Jafnréttissjóði í að bjóða um 20 stúlkum upp á ókeypis skákbúðir yfir eina helgi og styrkja einstaka afreksstúlkur deildarinnar til þátttöku á skákmótum, jafnt innan lands sem utan.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.