Skák | FRÉTTIR

03.04 2017

Sturlubúðir – Skákbúðir Fjölnis að Úlfljótsvatni

Skákdeild Fjölnis efndi til skákbúða í 6. sinn fyrir áhugasömustu skákkrakka deildarinnar á aldrinum 9 – 16 ára. Að þessu sinni var boðið upp á dvöl að Úlfljótsvatni dagana 1. og 2. apríl. Að venju var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Á milli tveggja tíma skákkennslutíma nutu þátttakendur útileikjasvæðis Úlfljótsvatns sem býður upp á fjölbreytta afþreyginu. Ekki skemmdi það fyrir að veðrið lék við Fjölniskrakka á laugardegi. Rúmlega 20 krakkar nýttu sér boð í skákbúðirnar sem nefnast Sturlubúðir í höfuðið á Sturlu Péturssyni skákfrömuðar á síðustu öld. Alnafni hans og barnabarn minnist afa síns með góðum stuðningi við skákbúðirnar og skákdeildina. Þau Stefán Bergsson frá Skákakademíu Reykjavíkur og Lenka Ptacnikova skákmeistari sáu um alla kennslu og var aðstaða til skákkennslu mjög góð á skákbúðastað. Auk skákkennslunnar var efnt til fótboltamóts þar sem sigurliðið nældi sér í 1 kg páskaegg, farið í leiki við vatnasafaríið og endalaust verið að borða mikinn og hollan mat. Rúsínan í pylsuendanum var lokaatriði dagskráinnar, GÓA páskaeggjamótið með 10 glæsilegum páskaeggjum í vinning. Mótið var jafnt og spennandi allan tímann og auðvitað nokkuð um óvænt úrslit. Jóhann Arnar Finnsson sem aðstoðaði við skákkennsluna sigraði GÓA páskaeggjamótið örugglega en í næstu sætum voru þeir Joshua, Kristján Dagur, Anton Breki, Ríkharð Skorri og Adam. Skákbúðastjóri var Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og fékk hann sér til aðstoðar vaska menn úr hópi stjórnar og foreldra. Skákdeild Fjölnis vill þakka öllum þeim aðilum sem studdu við framkvæmd skákbúðanna með fjárstuðningi, matvörum og GÓA-páskaeggjum. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.