Skák | FRÉTTIR

23.04 2018

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla á laugardag

Næstkomandi laugardag, 28. apríl,  verður hið árlega Sumarskákmót Fjölnis haldið í hátíðarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur með glæsilegri verðlaunahátíð kl. 13:15. Mætið tímanlega til skráningar.

Að venju er mótið hið glæsilegasta og mikill fjöldi áhugaverðra vinninga í boði. Tíu gjafabréf frá Dominos, Fimm gjafabréf í SAM-bíóin og fimm af flottustu húfunum frá 66°N.

Rótarýklúbbur Grafarvogs er að venju styrktaraðili sumarskákmótsins og gefur klúbburinn eignarbikara til sigurvegara í eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki.

Tilkynnt verður kjör Skákdeildar Fjölnis á afreksmeistara og æfingameistara deildarinnar 2017 – 2018.

Á sumarskákmótinu verða tefldar 6 umferðir með 6 mínútna umhugsunartíma. Sumarskákmót Fjölnis er eitt af síðustu grunnskólamótum vetrarins og er öllum áhugasömum grunnskólakrökkum í skák um allt land, boðin ókeypis þátttaka.

Mætið krakkar og takið með ykkur skólafélaga og vini.

Í skákhléi býðst þátttakendum að kaupa sér veitingar fyrir 250 kr, drykk og Prins póló. Heitt kaffi á könnunni fyrir foreldra.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.