Skák | FRÉTTIR

02.05 2018

Vetrarstarfi skákdeildar lauk með sumarskákmóti

Sumarskákmót Fjölnis og uppskeruhátíð vetrarstarfsins var á dagskrá skákdeildarinnar laugardaginn 28. apríl. Sumarskákmótið var fjölmennt að vanda enda mörg áhugaverð verðlaun og verðlaunagripir í boði. Auk æfingafélaga í Fjölni mættu margir af sterkustu skákkrökkum landsins á grunnskólaaldri til leiks á Sumarskákmótið, sér til skemmtunar og til að næla sér í góð verðlaun. Mótið gekk afar vel fyrir sig undir stjórn þeirra félaga Helga formanns skákdeildar Fjölnis og Kristjáns Arnar skákfrömuðar. Tefldar voru sex umferðir og mótið var því jafnt og spennandi allan tímann. Rótarýklúbbur Grafarvogs var að vanda góður stuðningsaðili Sumarskákmótsins og afhenti formaður klúbbsins, Theodór Blöndal, sigurvegurum verðlaunagripina og ávarpaði þátttakendur með skemmtilegri tölu. Af Grafarvogskrökkum voru það Rimaskólakrakkar sem náðu verðlaunasætum auk tveggja nemenda í Vættaskóla. Alls voru veitt 20 verðlaun, Dómínó´s pítsur, SAM-bíómiðar og flottustu húfurnar frá 66°N.Fjöldi foreldra og annarra aðstandenda fylgdust með sumarskákmótinu sem var lokahnykkur á vetrarstarfi Skákdeildar Fjölnis 2017 - 2018.Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju um miðjan september og eru skákkrakkar í Grafarvogi hvattir til að æfa sig vel heima í sumar. 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.