Sund | FRÉTTIR

27.06 2017

3ja sæti á AMÍ

Krakkarnir okkar úr Sunddeild Fjölnis stóðu sig vel á Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) þar sem þau kepptu undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR)  ásamt KR og Ármanni. Saman enduðum við í þriðja sæti í heildarstigakeppninni og eignuðumst nokkra aldursflokkameistara.  Krakkarnir okkar úr Sunddeild Fjölnis stóðu sig öll með miklum sóma, voru að bæta sína bestu tíma og berjast til síðasta stigs.  Ingvar Orri Jóhannesson vann silfur í 100m bringusundi og Arna Maren Jóhannesdóttir vann brons í 100m og 200m baksundi.  Auk þess sem krakkarnir tóku þátt í sameiginlegu boðsundi og nældu þar í nokkur verðlaun.

Þetta var fyrsta AMÍ mótið sem þessi þrjú Reykjavíkurfélög sameina krafta sína á og þótti það takast afar vel. Það var gríðarlega góð stemning í hópnum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.