Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina.  Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel.  Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.

Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki

>>> Úrslit Fjölnis á AMÍ 2018

Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.

Kv. Raggi