Sund | FRÉTTIR

06.04 2018

Fjölnir fagnar lengri helgaropnunartíma

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.


 

Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.


 

Sjáumst í Grafarvogslaug!

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.