Sund | FRÉTTIR

22.09 2017

Sunddeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ


Sunddeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ

Sunddeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ á foreldrafundi í Pálsstofu á 2. hæð Laugardalslaugar miðvikudaginn 13. september síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti forystumönnum deildarinnar viðurkenninguna.

Gaman er að segja frá því að sunddeilin var fyrsta deild félagsins til að gerast fyrirmyndardeild ÍSÍ, deildin var að endurnýja nafnbótina núna eins og fram kemur fyrr í fréttinni. 

Í dag eru þrjár deildir félagsins fyrirmyndardeildir sundið, karate og handbolti.

Á myndinni sem fylgir fréttinni, eru frá vinstri; Elfa Yngvadóttir þjálfari í Grafarvogslaug, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir formaður sunddeildarinnar ásamt syni sínum Hilmari Höskuldssyni, Sigríður Jónsdóttir og Ragnar Friðbjarnarson yfirþjálfari.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.