Sund | FRÉTTIR

25.08 2017

Sundskóli Fjölnis

Skipulagsbreytingar eru hjá sundskólanum í vetur og þurftum við því að breyta æfingatöflu vetrarins og hópaskipulagi. Biðjum við alla þá aðstandendur sem þegar hafa skráð börnin sín afsökunar á því ónæði sem af þessu stafar og vonumst jafnframt til að eiga gott samstarf við og með ykkur í vetur.

Skrifstofa Fjölnis sendir ykkur upplýsingar um breytingar.  Þið getið líka haft samband við Fríðu á Skrifsofunni í frida@fjolnir.is varðandi breytingar á skráningu.

>>> Æfingatímar og Hópaskipulag Sundskóla Fjölnis

ÆFINGAR HEFJAST 4.SEPT

Þjálfarar sundskólans verða þrír. Ragnar Friðbjarnarson, yfirþjálfari sunddeildar Fjölnis sér um þjálfun Krossfiska ásamt því að sinna skipulagi og utanumhaldi með sundskólanum. Allar fyrirspurnir um námskeið og skráningar sendast á netfangið sundskoli.fjolnis@gmail.com. Arna Lára Hjaltested sér um þjálfun Skjaldbökuhópa og Rakel Guðjónsdóttir verður með umsjón Selahópa. Við fáum fleiri flotta sundmenn inn í þjálfunina og aðstoð eftir þörfum í vetur. Markmið okkar er að veita góða og faglega þjálfun og þjónustu og teljum við það nást vel með þessari lendingu.

Almennt gildir þessi regla við skráningar.  
Enn ef það eru e-h undantekningar eða óvissa þá hafið samband í sundskoli.fjolnis@gmail.com 

Þeir sundmenn sem voru í Selum og Skólahóp fara í Hörfungahóp í útilaug.
Þeir sundmenn sem voru í Skjaldbökum fara í Selahópa
Þeir sudmenn sem voru í Sæhestum fara í Skjaldbökur
Þeir sundmenn sem voru í Krossfiskum fara í Sæhesta (1x í viku) eða Skjaldbökur (2x í viku)
Byrjendahópar = Krossfiskar.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.