Háhyrningar
Læra að mæta reglulega á æfingar og kunna allar reglur í sundkeppni og sundstöðu og fara eftir fyrirmælum þjálfara. Aukin áhersla á þol og að synda án þess að stoppa við bakka og stíga í botninn. Læra setja sér markmið og vita sína bestu tíma í þeim greinum sem þau keppa í. Kunna upphitunar og teygjuæfingar.
Helstu áhersluatriði í hegðun
- Bæta tækni í öllum sundaðferðum
- Upphitunar og teygjuæfingar kynntar
- Læra að gera sér raunhæf markmið
- Læra að taka tíma á æfingaklukku
Helstu áhersluatriði í þjálfun
- Bæta tækni í öllum sundaðferðum og Fjórsundi.
- Stungur og snúningar
- Unnið að auknu þoli og betri tækni
- Geta skipt um hraða og tíðni
- Regluleg þátttaka í sundmótum