Tennis | FRÉTTIR

Byrjendanámskeið í Tennis.

Byrjendanámskeið í Tennis fyrir börn 10-13 ára. Skráning er hafin á heimasíðu félagsins https://fjolnir.felog.is Laugardagar, klukkan 16:30 – 17:30 - frá 26. jan til 25. maí.                                                                                                                                        Verð: 26,000 kr Staður: Tennishöllin í Kópavogi.

22.01 2019 | Tennis LESA MEIRA

Eygló Dís Ármannsdóttir sigrar á stórmóti í tennis

Um helgina fór fram stórmót Tennissambands Íslands.  Þar náði Eygló Dís Ármannsdóttir þeim frábæra árangri að sigra í flokki U12 með glæsibrag. Við óskum henni til hamingju. #FélagiðOkkar

29.10 2018 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018

Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.  Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik. Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3. Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1) Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu. Á miðvikudaginn fer Hera…

13.08 2018 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk valin tenniskona ársins

Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hera Björk Brynjarsdóttir í tennisdeild Fjölnis hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór…

20.12 2017 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og 6-0 en átti margar jafnar lotur. Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur Íslenska liðið…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk tvöfladur Íslandsmeistari innanhúss.

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar landar titlinu auk og fjórða árið í röð í tvíliðaleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Hera Björk fagnar titlinum. Í úrslitaleik kvenna mættust Hera Björk og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hera Björk sigraði…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk íslandsmeistari í tennis

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir úr tenn­is­deild Fjöln­is og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur urðu Íslands­meist­ar­ar í tenn­is inn­an­húss um helg­ina. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar fagn­ar titl­in­um en Hera Björk landaði titl­in­um í fyrsta sinn. Rafn Kumar mætti föður sín­um, Raj, í úr­slita­leik og vann 6:3 og 6:1. Feðgarn­ir urðu svo Íslands­meist­ar­ar í tvíliðal­eik. Hera Björk vann Önnu Soffíu Grön­holm í hörku­úr­slita­leik. Anna Soffía komst í 3:0 í fyrsta setti en Hera Björk vann…

25.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Aðalfundur tennisdeildar 10 febrúar

Aðalfundur tennisdeildar Fjölnis 2016 verður haldinn í Tennishöllinni í Kópavogi miðvikudaginn 10 febrúar kl. 18:30

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram
  3. Kjör formanns
  4. Kjör stjórnarmanna
  5. Önnur mál
F.h. stjórnar tennisdeildar Óskar Knudsen

01.02 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.

Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk í gær með hörkuspennandi úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið 6-4 en þá kom Hjördís Rósa sterk tilbaka og vann næsta sett 6-4 þannig að það þurfti oddasett til að knýja fram úrslit. Þriðja settið var hnífjafnt og fór í oddalotu sem Hera Björk sigraði…

02.01 2015 | Tennis LESA MEIRA

Kvennalandsliðið farið út til Eistlands á Fed Cup

Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils, en Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996. Ísland hefur ekki sent lið síðan árið 2009 en liðið þurfti að draga sig úr keppni árið 2010 á síðustu stundu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Íslenska landsliðið er nánast eingöngu skipað…

30.06 2014 | Tennis LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.