Tennis | FRÉTTIR

Hera Björk valin tenniskona ársins

Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hera Björk Brynjarsdóttir í tennisdeild Fjölnis hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór…

20.12 2017 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og 6-0 en átti margar jafnar lotur. Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur Íslenska liðið…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk tvöfladur Íslandsmeistari innanhúss.

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar landar titlinu auk og fjórða árið í röð í tvíliðaleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Hera Björk fagnar titlinum. Í úrslitaleik kvenna mættust Hera Björk og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hera Björk sigraði…

27.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk íslandsmeistari í tennis

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir úr tenn­is­deild Fjöln­is og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur urðu Íslands­meist­ar­ar í tenn­is inn­an­húss um helg­ina. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar fagn­ar titl­in­um en Hera Björk landaði titl­in­um í fyrsta sinn. Rafn Kumar mætti föður sín­um, Raj, í úr­slita­leik og vann 6:3 og 6:1. Feðgarn­ir urðu svo Íslands­meist­ar­ar í tvíliðal­eik. Hera Björk vann Önnu Soffíu Grön­holm í hörku­úr­slita­leik. Anna Soffía komst í 3:0 í fyrsta setti en Hera Björk vann…

25.04 2016 | Tennis LESA MEIRA

Aðalfundur tennisdeildar 10 febrúar

Aðalfundur tennisdeildar Fjölnis 2016 verður haldinn í Tennishöllinni í Kópavogi miðvikudaginn 10 febrúar kl. 18:30

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram
  3. Kjör formanns
  4. Kjör stjórnarmanna
  5. Önnur mál
F.h. stjórnar tennisdeildar Óskar Knudsen

01.02 2016 | Tennis LESA MEIRA

Hera Björk bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.

Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk í gær með hörkuspennandi úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið 6-4 en þá kom Hjördís Rósa sterk tilbaka og vann næsta sett 6-4 þannig að það þurfti oddasett til að knýja fram úrslit. Þriðja settið var hnífjafnt og fór í oddalotu sem Hera Björk sigraði…

02.01 2015 | Tennis LESA MEIRA

Kvennalandsliðið farið út til Eistlands á Fed Cup

Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils, en Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996. Ísland hefur ekki sent lið síðan árið 2009 en liðið þurfti að draga sig úr keppni árið 2010 á síðustu stundu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Íslenska landsliðið er nánast eingöngu skipað…

30.06 2014 | Tennis LESA MEIRA

Aðalfundur Tennisdeildar

Aðalfundur Tennisdeildar verður haldinn í Tennishöllinni í Kópavogi fimmtudaginn 6. mars kl. 18:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kær kveðja f.h stjórnar Tennisdeildar Óskar Knudsen formaður.

10.05 2014 | Tennis LESA MEIRA

Opið fyrir skráningar

Gleðilegt ár kæra Fjölnisfólk ! Búið er að opna fyrir skráningar í allar deildir félagsins. Gaman er að segja frá því að frístundastyrkurinn frá Reykjavíkurborg var hækkaður um áramótin og er hann 30.000 krónur fyrir árið 2014.  Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að ganga frá æfingagjöldum iðkenda í gegnum iðkendakerfið hér á heimasíðunni, ef ykkur vantar aðstoð hafið samband við okkur annað hvort með tölvupóst á aefingagjold@fjolnir.is eða í síma 578-2700. Bestu kveðjur starfsfólk skrifstofu Fjölnis.

02.02 2014 | Tennis LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.