Tennis | FRÉTTIR

25.04 2016

Hera Björk íslandsmeistari í tennis

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir úr tenn­is­deild Fjöln­is og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur urðu Íslands­meist­ar­ar í tenn­is inn­an­húss um helg­ina.

Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar fagn­ar titl­in­um en Hera Björk landaði titl­in­um í fyrsta sinn.

Rafn Kumar mætti föður sín­um, Raj, í úr­slita­leik og vann 6:3 og 6:1. Feðgarn­ir urðu svo Íslands­meist­ar­ar í tvíliðal­eik.

Hera Björk vann Önnu Soffíu Grön­holm í hörku­úr­slita­leik. Anna Soffía komst í 3:0 í fyrsta setti en Hera Björk vann næstu sex af sjö lot­um og þar með settið, 6:4. Hera Björk komst svo í 4:1 í næsta setti en Anna Soffía minnkaði mun­inn í 4:3, áður en Hera vann næstu tvær lot­ur og settið þar með 6:3. Sam­an urðu þær svo Íslands­meist­ar­ar í tvíliðal­eik.

ÚRSLIT
Meist­ara­flokk­ur kvenna, einliða, úr­slit:

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir (Fjöln­ir) - Anna Soffía Grön­holm (TFK) 6-4, 6-3

3.sæti (brons leik­ur­inn):
Soffía Sól­ey Jón­as­dótt­ir (TFK) - Selma Dag­mar Óskars­dótt­ir (TFK) 6-3, 6-4

Meist­ara­flokk­ur kvenna, tvíliða, úr­slit:
Anna Soffía Grön­holm / Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir - Ingi­björg Anna Hjart­ar­dótt­ir (BH) / Selma Dag­mar Óskars­dótt­ir (TFK) 6-1, 6-1

Meist­ara­flokk­ur karla, einliða, úr­slit:
Rafn Kumar Bonifacius (Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lag Rvk) - Raj K. Bonifacius (Vík­ing) 6-3, 6-1

3.sæti (brons leik­ur­inn):
Vla­dimir Ristic (TFK) - Teit­ur Ólaf­ur Mars­hall (Fjöln­ir) 6-3, 6-1

Meist­ara­flokk­ur karla, tvíliða, úr­slit:
Rafn Kumar Bonifacius / Raj K. Bonifacius - Eg­ill Eg­ils­son (Fjöln­ir) / Guðjón Björn Ásgeirs­son (BH) 6-1, 6-3

sjá mbl.is

mynd /TSÍ

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.