Tennis | FRÉTTIR

27.04 2016

Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1.

Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og 6-0 en átti margar jafnar lotur.

Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur
Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur

Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði seinni einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 1 hjá Kósóvó, Edita Raca. Hera Björk átti flottan leik, spilaði mjög vel og sigraði í þremur settum 6-2, 6-7(4) og 6-2. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Heru Bjarkar á Fed Cup.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Hera Björk og Anna Soffia á móti Arlinda Rushuti og Edita Raca. Íslensku stelpurnar spiluðu vel í leiknum og stóðu vel í kósóvó stelpunum þrátt fyrir að hafa tapað 6-3 og 6-4.

Ísland endaði þar með í 15.-16.sæti á mótinu. Lúxemborg og Noregur fóru upp um deild og spila því í 2.deild Evrópu- og afríkuriðils á næsta ári.

Frétt tekin af heimasíðu Tennissambandsins 

http://tennissamband.is/2016/04/island-endadi-i-15-16-saeti-hera-bjork-med-sinn-fyrsta-sigur-a-fed-cup/

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.